Kvennaferð KVAN á Hótel Laugarbakka
Skemmtileg og endurnærandi kvennaferð á hótel Laugarbakka frá föstudegi til sunnudags sem hafi verið gríðarlega vinsælar síðustu ár. Á kvennahelginni er 100% athygli sett á þig sjálfa þar sem markmið helgarinnar er að auka leiðtogahæfileika, minnka streitu, finna jafnvægi og auka jákvæðni.
Hlæja og hafa gaman ásamt því að borða góðan og heilsusamlegan mat. Njóta í botn!
Tengir þú við það að vera með marga bolta á lofti og vera oft á tíðum búin á því. Varstu búin að lofa því að setja þig í forgang? Hvernig væri þá að koma á kvennahelgi KVAN í nóvember og taka heila helgi bara fyrir þig? Fara út á land, gista á frábæru hóteli, borða góðan og heilsusamlegan mat, vera í góðu yfirlæti í frábærum félagsskap, fara inn á við og skoða sjálfan sig? Skoða hvar þú ert stödd og hvert þú vilt raunverulega fara? Hvað er að virka og hvað er ekki að virka í lífinu?
Förum inn í komandi tímabil með hæfilegar kröfur á okkur sjálfar. Sleppum öllum rembing og opnum frekar fyrir þann möguleika á að sjá styrkleika okkar og opna fyrir einhverju nýju. Finnum hugrekkið og húmorinn, sköpunarkraftinn, einlægnina og ástríðuna.
Þú getur mætt ein, eða með vinkonu, vinnufélaga eða fjölskyldumeðlim, það skiptir engu máli. Aðalmálið er að taka ákvörðun og setja þig í forgang!
Ekki bara tala um það, gerðu eitthvað í málunum.
Kennari
Anna Steinsen er þjálfarinn á kvennahelginni.
Verð
59.000 krónur miðað við tveggja manna herbergi
69.000 krónur miðað við eins manns herbergi
Drög að dagskrá kvennahelgarinnar
Föstudagur
19:00 Innritun á Hótel Laugarbakka
20:00 Dagskrá hefst með fordrykk/heilsudrykk
20:30 Fyrirlestur og verkefnavinna
22:00 Pottur og slökun
Laugardagur
08:00 – 09:00 – Morgunverður
09:00 – 10:00 – Yoga
10:00 – 12:00 – Námskeið Kvan
12:00 Hádegisverður – Hlaðborð
13:00 – 16:00 Námskeið Kvan
18:30 – Fordrykkur/heilsudrykkur
19:00 – Kvöldverður
20:30 – Kvöldvaka- uppistand
Sunnudagur
08:00 – 09:00 Morgunverður
09:00 – 10:00 Yoga
10:00 – 12:00 Námskeið KVAN
Takk fyrir okkur og góða ferð heim.
Viltu vita meira um námskeiðið ?
Særún Ármannsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Hofi
Einstaka sinnum fæ ég svona hugdettur, að stökkva út fyrir þægindarammann og gera eitthvað öðruvísi. Ég get alveg viðurkennt að mig langaði í sól og smá frí. En námskeið hjá KVAN hljómaði líka mjög vel. Um leið og ég var komin í rútuna með þeim Önnu og Sössu fann ég að þetta yrði skemmtilegt...
Lesa meira »Vilborg Harðardóttir, nemi í Tómstunda- og félagsmálafræði
Ég fór á kvennahelgi KVAN á Laugarbakka í byrjun febrúar 2021. Ákvörðunin var tekinn í flýti en þar sem systir mín var að fara, skellti ég mér með. Ákvörðun sem ég sé alls ekki eftir! Helgin var frábær með fullt af flottum konum og fyrirmyndum...
Lesa meira »Dagbjört Harðardóttir, forstöðumaður Tómstundahúsa Árborgar
Kvennaferðin á Laugabakka var í einu orði sagt ótrúleg! Ástæða þess að ég ákvað að drífa mig af stað í þessa ferð var að ég hafði setið nokkrum sinnum fyrirlestra hjá Önnu Steinsen og vissi strax að af þessari konu þyrfti ég að læra meira...
Lesa meira »Vigdís Finnsdóttir
Frábær helgi med miklu innihaldi. "Power í æð" eða bara "Anna Steinsen í æð", ekkert betra! Helgin gaf mér mikið, bæði persónulega og faglega. Anna gaf mér virkilega góða innsýn í hversu mikilvægt það er að setja sér markmið, stór og lítil. Ég er 100% viss um ad lífið verði betra
Lesa meira »Minna Björk Ágústsdóttir
Kvennahelgin hjá Kvan á Laugarbakka var algjörlega frábær. Mæli með þessu námskeiði fyrir allar konur. Ótrúlega skemmtilegt að kynnast fullt af nýjum konum og takast á við sjálfa sig í leiðinni. Það ríkti mikil einlægni, traust og kátína. Fór til baka full af eldmóði að takast..
Lesa meira »