Kynningartækni – einkaþjálfun

KVAN býður upp á einstaklingsþjálfun í kynningartækni fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. Við þjálfum einstaklinga í að koma verkefnum, hugmyndum og stefnu fyrirtækisins á framfæri á áhrifaríkan, hvetjandi, skemmtilegan og faglegan hátt.

Við leggjum mikla áherslu á að allir þátttakendur fái þjálfun út frá sínum styrkleikum og að þeir nái að efla kynningartækni sína á sama tíma og þeir geti alfarið haldið í sinn persónulega frásagnarstíl. Við kennum uppbyggingu áhrifaríkra kynninga og förum yfir hvernig og hvenær myndefni/powerpoint á við í kynningum.

Umfram allt leggjum við þó mikla áherslu á að hjálpa einstaklingum að minnka streitu og styðja þá í að þeim líði vel í því hlutverki að tala fyrir framan hóp af fólki. Þessi þjálfun er mjög góður kostur ef stjórnendur eða starfsmenn eru að undirbúa fyrirfram ákveðna kynningu sem þeir þurfa þjálfun og stuðning við – áður en kynningin er flutt.

Skipulag
Einstaklingsbundið, gera má ráð fyrir 1-3 klst.

Þjálfarar
Þjálfarar í kynningartækni hjá KVAN eru Anna Steinsen og Jón Halldórsson. Bæði hafa þau yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun á kynningartækni. Þau hafa þjálfað hundruði einstaklinga hjá fyrirtækjum bæði hér á landi og erlendis.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Námskeið í kynningartækni

Hefst 27. september 2024, 09:00

Föstudaginn 27. semptember kl. 9:00-16:00 Sérsniðið námskeið í kynningartækni fyrir einstaklinga eða hópa. Námskeiðið nýtist stjórnendum, sölufólki og í raun öllum þeim sem vilja koma fram fyrir hönd síns fyrirtækis á áhrifaríkan og vandaðan hátt. Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur fái sérsniðna þjálfun út frá sínum styrkleikum, að þeir efli kynningartækni sína og …

Námskeið í kynningartækni Read More »

SKRÁÐU ÞIG HÉR

Viltu vita meira um námskeiðið ?