Lærðu að þykja vænt um líkama þinn

Fyrirlesturinn um líkamsvirðingu er byggður á reynslu Bjarklindar. Hún hefur lagt mikla vinnu í að læra að þykja vænt um líkama sinn og bera virðingu fyrir honum. Þeirri reynslu deilir hún í fyrirlestrinum á einlægan og gagnlegan hátt. Hún brennur fyrir því að hjálpa fólki að líða betur í sjálfu sér því hún hefur fundið á eigin skinni hvað betri líkamsvirðing hefur mikil og jákvæð áhrif á hennar líf og sjálfstraust. Gott sjálfstraust er lykillinn að vellíðan og velgengni svo það er til mikils að vinna.

Margir þættir hafa áhrif á sjálfstraustið okkar og einn af þeim er útlit okkar. Alltof margir tengja við það að þykja ekki nógu vænt um líkama sinn. Það getur haft gríðarleg áhrif á sjálfstraustið. Mikið frelsi fæst með því að læra að samþykkja líkamann sinn eins og hann er hverju sinni. Kunna að meta hann fyrir það sem hann getur gert frekar en hvernig hann lítur út.

Fyrirlesari er: Bjarklind Björk Gunnarsdóttir

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.