Leiðtogahæfni starfsmanna
Á námskeiðinu veitum við starfsfólki fyrirtækja og stofnanna verkfæri sem nýtast í starfi. Áhersla er lögð á að kenna og styrkja starfsfólk í því hlutverki að vera leiðandi í því að vera frábærir liðmenn sem hafa jákvæðni, hvatningu og frumkvæði að leiðarljósi.
Með því að nota efni námskeiðsins gefst starfsfólki tækifæri á að hafa jákvæð áhrif á eigið starf og líðan og árangur samstarfsfólks.
Fyrir hverja
Fyrir allt starfsfólk sem vill efla sig á árangursríkan hátt í starfi, hafa jákvæð áhrif á sinn vinnustað og gera sig að verðmætari starfsmanni – framtíðarstjórnanda.
Efnistök námskeiðsins:
Styrkleikamiðuð nálgun
Rannsóknir sýna að með því að veita athygli á styrkleika þína og starfsmanna þá sexfaldast líkurnar á því að starfsmenn verðir virkari í starfi. Þú tekur styrkleikapróf og við kennum þér að lesa út úr því og yfirfæra á starf þitt.
Jafningjasambönd og samskipti
Við kennum þér að kortleggja jafningjasambönd á þínum vinnustað. Við hjálpum þér að þróa með þér leiðtogahæfileika til að leiðrétta þá hluti sem þarf að vinna í til þess að árangursríkt jafningjasamband ríki á þínum vinnustað.
Frábær liðfélagi
Við kennum þér aðferðarfræði sem styður þig sem öflugan starfsmann og liðfélaga. Aðferðafræðin auðveldar þér samskipti, samvinnu og að leiða fólk áfram til góðra verka. Góðir liðsfélagar eru oftast framúrskarandi í samskiptum, samvinnu og virkri hlustun. Hafa hæfileika til að leysa verkefni og vandamál sem upp koma innan hópa.
Markþjálfun
Með markþjálfun hefur verið sýnt fram á hvernig hægt er að sækja þekkingu, viðhorf og eldmóð starfsmanna til góðra verka. Við kennum þér aðferðafræði markþjálfunar og sýnum hvernig þú getur nýtt þér hana í þínu starfi jafnt fyrir þig sjálfan sem og samstarfsfólk þitt.
Menning og starfsandi
Hver er vinnustaðamenningin á þínum vinnustað? Hvernig myndaðist hún? Við kennum þér aðferðarfræði til þess að greina lykilhegðanir í daglegu starfi, hegðanir sem endurspegla svo þá menningu sem þú og þitt samstarfsfólk viljið hafa á ykkar vinnustað.
Skipulag
Námskeiðið er kennt í 4 skipti, 3 klukkustundir í senn.
Þjálfarar námskeiðsins
Þjálfarar á námskeiðinu eru Jón Halldórsson, Anna Steinsen og Hjördís Ýr Johnson en þau hafa öll yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu í þjálfun og hafa þjálfað ótal fjölda starfsmanna fyrirtækja og stofnanna.
Verð
114.000 kr. á þátttakanda.
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.
Hlynur Þór Þorleifsson, mannauðsstjóri Bakkans vöruhótels
Stjórnendateymi Bakkans Vöruhótels sótti leiðtogaþjálfun KVAN undir leiðsögn Jóns Halldórssonar. Námskeiðið var bæði skemmtilegt og fræðandi og tókst Jóni að hrista hópinn vel saman ásamt...
Lesa meira »Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ
Ég sótti námskeið hjá Jóni (Nonna) á Leiðtogaþjálfun KVAN og finnst sérstök ástæða til þess að hrósa honum. Þetta snýst ekki um það hvað Nonni segir, heldur hvernig hann segir það.
Lesa meira »Valgerður María Friðriksdóttir, mannauðsstjóri ELKO
Við hjá ELKO ákváðum að senda stjórnendur okkar í leiðtogaþjálfun hjá KVAN. Óhætt er að segja að námskeiðið fór frammúr okkar væntingum. Námskeiðið var mjög vel undirbúið, fræðandi og ekki síst skemmtilegt. Það efldi liðsanda og stjórnendur fengu verkfæri..
Lesa meira »