Leiðtogaráð

Í vinnu gegn einelti og neikvæðri hegðun gleymum við fullorðna fólkið stundum að nýta okkur þá aðila sem geta haft mest áhrif; börnin sjálf.

Verkefnið gengur út á að í hverjum skóla, jafnvel í hverjum árgangi eða bekk í stærri skólum, er myndað leiðtogaráð. Ráðið hefur það hlutverk að greina neikvæða hegðun og menningu í skólanum sínum og finna leiðir til að breyta henni. Einnig að fara inn í bekki með jákvæða og uppbyggjandi vinnu.

Verkefninu fylgir þjálfun og fræðsla fyrir leiðbeinendur, ásamt handbókum. Aðferðin byggir á rannsóknum um félagslega áhrifavalda og hefur skilað mjög góðum árangri hérlendis.

Við sérsníðum tímana með hverjum starfsstað fyrir sig. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.