Maður á mann – í mánuð!
Viltu taka næsta skref?
Viltu fá stuðning og getað speglað þig, þín verkefni og framtíðarsýn með aðila sem er ekki tengdur þér?
Allir þurfa að létta á hjarta sínu annað slagið, finna fyrir trausti, stuðningi og væntumþykju. Sumir tímabundið aðrir til lengri tíma. Okkur hættir til að festast í þægindahringnum, hjakka í sama farinu en engu að síður dreyma um bjarta framtíð. Til þess að ýta úr vör þarf ekki annað en langt spjall, notalegt umhverfi og lítil VERKEFNI á hverjum einasta degi.
Enginn fær sjálfstraust í afmælisgjöf eða framfarir í sumargjöf. Það gerist ekkert af sjálfu sér. Litlu hlutirnir dags daglega breyta lífi okkar.
KVAN býður í fyrsta skipta upp á ,,námskeiðið“ MAÐUR Á MANN – í mánuð! Það er á ábyrgð Þorgríms Þráinssonar rithöfundar og fyrirlesara sem hefur unnið við það í rúman áratug að peppa fólk upp með margvíslegum hætti.
Skipulag
Fyrst er farin dagsferð á Snæfellsnes, þar sem línurnar verða lagðar. Í kjölfar þess ákveður Þorgrímur, í samvinnu við þátttakanda, dagleg verkefni sem fela í sér litla sigra, hæfilegar áskoranir. Eftirfylgnin felst síðan í vikulegum fundum.
Verð
280.000 kr.
Innifalið í verði
- Þjálfun í heilan dag (fyrsti dagurinn) sem er ferð á Snæfellsnes
- Vikulegir markmiðafundir
- Símtal daglega
- Fjórar kennslu- og verkefnabækur
Skráning
Þar sem námskeiðið er sérsniðið að hverjum og einum þátttakenda er engin fyrirfram ákveðin dagsetning um upphaf námskeiðs. Fyrir skráningu endilega hafið samband við KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is
Styrkir
- Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
- Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
- Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið. Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.