Markmiðadagur KVAN

Á markmiðanámskeiði KVAN kennum við fólki skýra markmiðasetningu, hvernig við setjum upp framtíðarsýn og hvernig best sé að hafa eftirfylgni til þess að auka líkur á að markmið náist.

Fyrir hverja?
Markmiðanámskeið KVAN er fyrir alla þá sem vilja læra árangursríkar aðferðir við að setja sér markmið og fylgja þeim eftir.

Hvað get ég lært?
Á námskeiðinu muntu læra aðferðir við að setja þér skýr markmið og framtíðarsýn, sem nýtist bæði fyrir sjálfa/n þig og eða þitt teymi. Aðferðarfræðin sem við kennum eykur líkur á því að þín markmið náist og framtíðarýn þín verði að veruleika.

  • Við ætlum að læra nokkrar aðferðir við markmiðasetningu
  • Við ætlum að búa til skemmtilega framtíðarsýn
  • Við ætlum að setja okkur skýr markmið
  • Við ætlum að setja upp aðgerðaráætlun sem heldur fólki við efnið
  • Við ætlum að hafa gaman

Ef þú vilt auka einbeitingu til árangurs þá er markmiðasetning og framtíðarsýn með KVAN klárlega málið. Innifalið í námskeiðinu er 12 mánaða aðgangur að Online kerfinu Circlecoach.com.
Þjálfarar KVAN hafa í mörg ár unnið með einstaklingum, afreksíþróttafólki, starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja í að setja sér skýr, skemmtileg og árangursrík markmið.

Skipulag
Námskeiðið er kennt í 1 skipti í þrjár klukkustundir.

Styrkir

  • Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.
  • Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.
  • Fyrirtæki geta flest sótt styrk frá Starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af kostnaði fyrir alla starfsmenn sína. Sá styrkur er óháður inneign starfsmanna sjálfra í sjóðnum. Hægt er að sjá nánar á attin.is

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.