Með húmorinn í handfarangri – jákvæð samskipti á vinnustað

Við getum valið að okkar áhrif séu jákvæð, bæði fyrir okkur sjálf, fólkið í kringum okkur og umhverfið.

Í fyrirlestrinum er farið í hvernig menning innan hópa verður til, hvernig er hægt að vinna með hana og hvað er til ráða ef neikvæð menning á vinnustað viðgengst. Sömuleiðis um það hvernig hver og einn einstaklingur í hóp á þátt í að móta menninguna.

Húmor er eitt af þeim verkfærum sem við getum nýtt til þess að byggja upp jákvæða menningu og traust í hópum. Að nota húmor í daglegum samskiptum auðveldar okkur við að takast á við lífið og uppbyggilegur húmor á vinnustöðum skiptir sköpum fyrir starfsumhverfið. Svo er líka alveg bráðhollt að hlægja! Það skiptir þó auðvitað máli að húmorinn sé á jákvæðum nótum og allir í hópnum séu sammála um hvaða línur eru dregnar hvað hann varðar. Það getur margborgað sig að fara út í daginn með húmorinn í handfarangri!

Fyrirlesari er: Lilja Eivor Gunnarsdóttir

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.