Anna Steinsen er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Síðastliðin 16 ár hefur Anna sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna sem þjálfari á alþjóðavettvangi. Hún starfar sem fyrirlesari, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi, heilsumarkþjálfi og jógakennari. Þar á undan starfaði Anna í félagsmiðstöð sem tómstundaleiðbeinandi.

Í dag stundar Anna mastersnám í samskiptum og forvörnum hjá HÍ. Anna er gift og á fjögur börn og hund.

Anna hefur gefið út tvær barnabækur. Blómið og býflugan og Ofurhetja í einn dag. Allur ágóði bókarinnar Ofurhetjur í einn dag rann til UN Women.

Anna er einn af vinsælustu fyrirlesurum landsins og flytur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra á hverju ári.

Anna hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir hæfni sína í þjálfun einstaklinga og starfsfólks fyrirtækja.