Bjarklind er með BS gráðu í sálfræði. Hún hefur unnið mikið með ungu fólki, fyrst sem Jafningjafræðari Hins Hússins og svo sem millistjórnandi Jafningjafræðslunnar í nokkur ár. Hefur hún líka unnið í félagsmiðstöð og á frístundaheimili og var svo verkefnastjóri Unglingar gegn ofbeldi sem er samvinnuverkefni Stígamóta og Samfés. Nú starfar hún hjá Samgöngustofu þar sem hún fer með umferðarfræðslu fyrirlestur inn í framhaldsskóla og sér um utanumhald á kennsluefni fyrir öll skólastigin.
Jafnrétti er hennar hjartans mál og hefur hún tekið þátt í allskonar vinnu sem tengist því. Hún starfaði í Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og fékk tilnefningu til Nýsköpunarverðlauna forsetans fyrir verkefni þar sem hún tók saman kennsluefni í kynja- og hinseginfræðum. Hún sat einnig í stjórn Ungra athafnakvenna sem er félag sem heldur viðburði og námskeið með það að markmiði að valdefla ungar konur.

Bjarklind elskar hreyfingu og spilaði fótbolta með meistaraflokki Fjölnis en nú stundar hún aðallega Crossfit og golf.

Bjarklind elskar leiklist, hún tók þátt í menntaskóla söngleikjum og hefur farið á söngleikjanámskeið í leiklistarskólanum LAMDA í London. Nú fær hún útrás fyrir leiklistardraumana með því að talsetja teiknimyndir hjá Myndform.

Bjarklind er gift og á tvo litla stráka sem sjá til þess að lífið er fullt af orku og gleði.