Bogi er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræðum frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Bogi hefur víðtæka reynslu af störfum með ungu fólki í gegnum þjálfun, námskeiðahald, hópastarf og leikstjórn. Bogi hefur starfað mikið með fólki sem stendur höllum fæti félagslega, sinnt ráðgjöf og forvarnarstörfum.
Bogi er fæddur árið 1980, er Grindvíkingur en búsettur í Reykjavík, á kærustu, þrjú börn og hund. Bogi er ævintýragjarn, elskar að ferðast og eiga í samskiptum við fólk.
Bogi ferðaðist um heiminn í bakpokaferðalagi í 10 mánuði og heimsótti 19 lönd á þeim tíma. Hann ætlaði að vera í 3 mánuði en endaði á að koma heim eftir 10 mánuði, bara af því hann átti engan pening eftir.
Bogi prófaði að æfa allar íþróttir sem hægt var að æfa þegar hann var að alast upp, fótbolta, körfubolta, júdó, dans og fimleika. Hann var þó lengst í fótbolta, var valinn í úrtakshóp til að spila við unglingalandslið en bað um að fá að spila bara fyrri hálfleik því hann þurfti að ná flugi á Halló Akureyri.
Boga dreymdi um að verða leikari. Hann lék oft í áhugamannaleikfélagi í heimabæ sínum og Stúdentaleikhúsinu. Eftir að hafa ekki komist inn í Leiklistaskóla Íslands fór hann bara allt aðra leið inn í leiklistina og leikstýrði unglingum margsinnis í staðinn.
María Björk Guðmundsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég vil fá að þakka fyrir þetta æðislega námskeið og hversu vel er haldið utan um það. Ég man hvað mér fannst vandræðalegt fyrstu tímana að segja til dæmis frá því skemmtilegasta sem gerðist í vikunni en samt náðist alltaf að koma einhverju upp úr okkur...
Lesa meira »Sólveig Hjörleifsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Að vera á námskeiði hjá Boga var sem draumi líkast. Hann var leiðbeinandinn minn á 16-19 ára námskeiðinu hjá KVAN og verð ég bara að fá að hrósa honum fyrir vel unnið starf. Á honum sást hversu mikið honum þótti vænt um okkur þátttakendurna og...
Lesa meira »Sara Gunnlaugsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég verð að fá að skrifa smá meðmæli um hann Boga besta. Það eina sem að ég get sagt er að Bogi er engin venjulegur maður og enginn venjulegur kennari. Hann er með ofurkrafta.
Lesa meira »Arnar, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég var hjá Boga á námskeiði fyrir 16-19 ára og verð að segja að ég gæti ekki verið ánægðari með þjálfara. Bogi ýtti mér þægilega út fyrir þægindarammann minn og hvatti mig til að rífa mig upp og gera...
Lesa meira »Astrid Eyberg, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég gat ekki verið heppnari að fá Boga sem þjálfara á KVAN. Strax í fyrsta tímanum tók hann á móti öllum með ást og umhyggju sem varð bara meiri þegar á leið. Bogi er einlægur...
Lesa meira »