Elva Dögg er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún hefur starfað mikið með börnum og ungu fólki á ýmsum sviðum. Nú starfar hún sem þjálfari á námskeiðunum okkar fyrir börn og ungmenni, ásamt því að halda fyrirlestra og sinna fjölda annarra verkefna.
Áður hefur Elva Dögg starfað í grunnskólum og félagsmiðstöð ásamt því að sinna íþróttaþjálfun. Í frítímanum finnst Elvu fátt betra en að iðka yoga og ganga á fjöll. Hún hefur iðkað yoga frá því að hún var unglingur og hefur lokið yogakennaranámi fyrir börn og unglinga ásamt því að vera með Yin yogakennararéttindi. Elva brennur fyrir heilsu og vellíðan barna og er handviss um að allir geti látið drauma sína rætast!
Elva vann einu sinni sem skemmtikraftur á Spáni þar sem hún vann með börnum og unglingum á daginn en lék og dansaði á sviði á kvöldin.
Elva fór í skiptinám til Ástralíu, þar klappaði hún kengúrum og gisti í herbergi með köngulóm.
Þorbjörg, foreldri þátttakenda á KVAN 10-12 ára
Elva Dögg nær mjög vel til krakkanna. Hún passar vel upp á börnin og bregst bæði faglega og vel við hinum ýmsu uppákomum.
Lesa meira »Sigrún Helgadóttir, foreldri þátttakenda á KVAN 13-15 ára
Ég var mjög ánægð með Elvu Dögg sem leiðbeinanda á námskeiðinu KVAN 13-15 ára sem að dóttir mín sótti. Eftir hvern tíma sendi hún foreldrum ítarlegan upplýsingapóst um umfjöllunarefni tímans og...
Lesa meira »Íris Björk Eysteinsdóttir, foreldri
Elva Dögg hafði gríðarlega jákvæð áhrif á dóttur mína. Ég hreinlega horfði á hana vaxa og styrkjast í gegnum námskeiðið. Elva Dögg gaf mikið af sér og var fagleg í kennslu sinni og samskiptum...
Lesa meira »Einar, þátttakandi á KVAN 10-12 ára
Elva Dögg er geggjaður kennari sem passar að krökkunum líði vel. (Einar, þátttakandi á KVAN 10-12 ára)
Lesa meira »Einar Kristinn, þátttakandi á KVAN 10-12 ára
Mjög skemmtilegt námskeið sem gaf mér meira sjálfstraust. Ég þori að segja betur frá mínum tilfinningum og skil tilfinningar annarra betur. Hlakka til að fá að koma aftur á kvan námskeið.
Lesa meira »Ólöf Vala Heimisdóttir, þátttakandi á KVAN 13-15 ára
Elva Dögg var góður leiðbeinandi á námskeiðinu KVAN fyrir 13-15 ára. Hún var sérlega hvetjandi og styðjandi og hjálpaði okkur við að fara út fyrir þægindarammann. Hún lagði sig einnig fram...
Lesa meira »Arngunnur Kristjánsdóttir, þátttakandi á KVAN 13-15 ára
Elva er æðislegur þjálfari. Hún er mjög einlæg og með hlýja og góða nærveru sem gerði það að verkum að mér leið vel og fannst ég vera í öruggu umhverfi á námskeiðinu...
Lesa meira »Embla Björg, þátttakandi á KVAN 13-15 ára
„Vá, maður veit varla hvar maður á að byrja að lýsa svona æðislegri fyrirmynd. Elva nær mjög vel til allra krakkanna og unglinganna í Kvan og mér fannst hún breyta miklu í lífi mínu...
Lesa meira »