Elva Dögg er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði. Hún hefur starfað mikið með börnum og ungu fólki á ýmsum sviðum. Nú starfar hún sem þjálfari á námskeiðunum okkar fyrir börn og ungmenni, ásamt því að halda fyrirlestra og sinna fjölda annarra verkefna.

Áður hefur Elva Dögg starfað í grunnskólum og félagsmiðstöð ásamt því að sinna íþróttaþjálfun. Í frítímanum finnst Elvu fátt betra en að iðka yoga og ganga á fjöll. Hún hefur iðkað yoga frá því að hún var unglingur og hefur lokið yogakennaranámi fyrir börn og unglinga ásamt því að vera með Yin yogakennararéttindi. Elva brennur fyrir heilsu og vellíðan barna og er handviss um að allir geti látið drauma sína rætast!

Elva vann einu sinni sem skemmtikraftur á Spáni þar sem hún vann með börnum og unglingum á daginn en lék og dansaði á sviði á kvöldin.

Elva fór í skiptinám til Ástralíu, þar klappaði hún kengúrum og gisti í herbergi með köngulóm.