Gunnar er tómstunda- og félagsmálafræðingur. Hann er menntaður MPNLP þerapisti/meðferðarfræðingur og einstaklings- og hóparáðgjafi. Hann hefur einnig lokið námi í jákvæðri sálfræði og styrkleikaþjálfun (e. coaching) og ACT fagþjálfun fyrir meðferðaraðila- Acceptance And Commitment Therapy (ferlamiðuð samtalsmeðferð).
Gunnar hefur hlotið víðamikla þjálfun og unnið síðastliðin ár með áhugahvetjandi samtalstækni (e. motivational interviewing). Hann hefur þjálfað fólk á öllum aldri í formi ráðgjafar, fyrirlestra og námskeiða. Hann hefur einnig starfað sem flugþjónn hjá Icelandair síðan árið 2016. Helsta áhugamál Gunnars er að efla annað fólk og að sjá aðra blómstra.
Helstu áherslur í ráðgjöf: kvíði, lágt sjálfsmat, fullkomnunarárátta, sjálfstraust, sjálfsvirðing og markmiðasetning.
Gunnar starfar einnig sem ráðgjafi hjá KVAN þar sem hann vinnur með fólki í viðtölum, svokallaðri einstaklingsþjálfun.
Gunnar hefur hlotið mikla þjálfun í samtalstækni í gegnum störf sín og nám og lagt áherslu á motivational interviewing eða áhugahvetjandi samtal.
Gunnar notar ávallt einlægni í bland við húmor til þess að ná árangri í þjálfun með fólki og hefur hann verið með mörg námskeið, þjálfað einstaklinga, haldið ótal fyrirlestra, unnið að þjálfun starfsmanna og margt fleira.
Hugrún Ylfa Ágústsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er svo mikill orkubolti og það er svo gaman að hlusta á hann. Hann er líka svo hlýr og með góða nærveru. Ég elska húmorinn hans og hvað hann er góður í að gleðja aðra. Gunnar er greinilega í rétta starfinu.
Lesa meira »Katla Pétursdóttir 16-19 ára námskeið KVAN
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Embla Líf Hallsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Ég er ótrúlega þakklát að hafa farið á KVAN námskeiðið þar sem ég lærði svo ótrúlega mikið! Ég fann styrkleika mína, lærði að setja mér markið, kynntist frábæru fólki sem kenndi mér svo margt og margt fleira...
Lesa meira »Katla Pétursdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er ótrúlega yfirvegaður í krefjandi aðstæðum, mjög skemmtilegur og fyndinn þjálfari. Hann nær svo svakalega vel til fólks og þeirra sem hann vinnur með. Gunnar á ótrúlega...
Lesa meira »Steinunn Glóey Höskuldsdóttir, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Gunnar er frábær þjálfari í alla staði. Hann nær að lesa aðstæður og persónuleika hvers og eins á frábæran hátt. Gunnar á auðvelt með að sjá styrkleika fólks og hrósar af mikilli einlægni
Lesa meira »