Gunnar er tómstunda- og félagsmálafræðingur frá Háskóla Íslands. Hann er menntaður NLP meðferðarfræðingur og hefur lokið námi í einstaklings- og fjölskylduráðgjöf, einkaþjálfun og jákvæðri sálfræði. Gunnar starfar í dag sem IPS ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg og hefur áður starfað við þjálfun og ráðgjöf fyrir ungt fólk og fullorðna. Helsta áhugamál Gunnars er að efla annað fólk og að sjá aðra blómstra.

Gunnar starfar einnig sem ráðgjafi hjá KVAN þar sem hann vinnur með fólki í viðtölum, svokallaðri einstaklingsþjálfun.

Gunnar hefur hlotið mikla þjálfun í samtalstækni í gegnum störf sín og nám og lagt áherslu á motivational interviewing eða áhugahvetjandi samtal.

Gunnar notar ávallt einlægni í bland við húmor til þess að ná árangri í þjálfun með fólki og hefur hann verið með mörg námskeið, þjálfað einstaklinga, haldið ótal fyrirlestra, unnið að þjálfun starfsmanna og margt fleira.

Næstu námskeið starfsmanns

21. Sep 2021

KVAN fyrir 16-19 ára
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR