Hjördís er með B.A. í fjölmiðlun og sjónvarspþáttagerð frá Emerson College í Boston og stundaði M.A. nám í uppeldis- og menntunarfræðum. Í gegnum tíðina hefur Hjördís starfað sem verkefnastjóri, útsendingastjóri, kynningastjóri, dagskrárframleiðandi, markaðsstjóri, þjálfari og bæjarfulltrúi. Hún hefur setið í bæjarstjórn og bæjarráði Kópavogsbæjar frá 2014 og er á þessu kjörtímabili einnig formaður skipulagsráðs.

Hjördís hefur mikla reynslu af þjálfun en hún hefur starfað við þjálfun ungmenna, fullorðinna og fyrirtækja í yfir 14 ár. Hjördís er gift löggu, Árna Friðleifssyni, og eiga þau samtals 5 börn, eitt barnabarn og hund.

Hjördís hefur búið í Bandaríkjunum og Þýskalandi. Einnig hefur hún siglt yfir Atlantshafið á seglskútu.

Áhugamál Hjördísar eru margskonar: skógrækt í sveitinni sinni, skíði, veiði, mótorhjól og svo grípur hún í prjónaskap endrum og eins.

Hjördís hefur farið á námskeið í trjáfellingum og grisjun. Hún er hógvær en syngur við bestu tilefni í brúðkaupum.