Hrafnhildur er með B.Ed. sem stærðfræði- og raungreinakennari frá Háskólanum á Akureyri og M.Ed. í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk einnig við APME verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hrafnhildur starfaði sem stærðfræðikennari við Háskólabrú Keilis í tæp 10 ár og í framhaldi af því sinnti hún fjölbreyttum störfum hjá Tollstjóra (nú Skatturinn) í verkefnastjórnun, tolla-, mannauðs-, fræðslu- og þjálfunarmálum í 4 ár.

Í dag starfar hún sem verkefnastjóri fræðslumála hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar hjá Ríkislögreglustjóra.

Hrafnhildur hefur mikla reynslu í þjálfun ungs fólks, fullorðinna og dýra. Hún sinnir einnig áhugamálum sínum af fullum krafti hvort sem það sé hestamennska, laxveiði, skíði eða almenn útivist og hreyfing. Hrafnhildur er gift með tvö börn og hund á heimilinu.

Hrafnhildur elskar alla útivist og að stunda áhugamál sín sem eru hestar, skíði og laxveiði.