Hrafnhildur er með B.Ed. sem stærðfræði- og raungreinakennari frá Háskólanum á Akureyri og M.Ed. í stærðfræði og kennslufræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk einnig við APME verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Hrafnhildur starfaði sem stærðfræðikennari við Háskólabrú Keilis í tæp 10 ár og í framhaldi af því sinnti hún fjölbreyttum störfum hjá Tollstjóra (nú Skatturinn) í verkefnastjórnun, tolla-, mannauðs-, fræðslu- og þjálfunarmálum í 4 ár.
Í dag starfar hún sem verkefnastjóri fræðslumála hjá Mennta- og starfsþróunarsetri lögreglunnar hjá Ríkislögreglustjóra.
Hrafnhildur hefur mikla reynslu í þjálfun ungs fólks, fullorðinna og dýra. Hún sinnir einnig áhugamálum sínum af fullum krafti hvort sem það sé hestamennska, laxveiði, skíði eða almenn útivist og hreyfing. Hrafnhildur er gift með tvö börn og hund á heimilinu.
Hrafnhildur elskar alla útivist og að stunda áhugamál sín sem eru hestar, skíði og laxveiði.
Brynja Andreassen, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég held að ég geti sagt að ég sé dugleg að ögra sjálfri mér og fara út fyrir þægindarammann. Það þarf hins vegar að halda slíku við annars rennur það út í sandinn. Það var þess vegna sem ég skráði mig á námskeið hjá KVAN. Að láta ýta við sér...
Lesa meira »Vala Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég myndi persónulega vilja að þetta væri skyldu námskeið fyrir alla á uppvaxtarárum því ég hefði svo sannarlega verið til í að taka þetta námskeið þegar að ég var yngri og svo á c.a 10 ár fresti eftir það til að rifja upp og bæta í þekkinguna...
Lesa meira »Ingibjörg Sigurrós Gunnarsdóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Ég var svo lánsöm að taka þá ákvörðun að sækja námskeið hjá Kvan undir handleiðslu Hrafnhildar. Námskeiðssókn mín var liður í þeirri viðleitni minni að kíkja út fyrir þægindarammann, staldra við og horfa inná við. Skemmst er frá því að segja að námskeiðið mætti öllum mínum væntingum og gott betur...
Lesa meira »Ómar Smári Jónsson, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Það sem KVAN gaf mér var drifkraftur. Það varð allt í einu skemmtilegt að setja sér markmið í hverri viku og negla þau. Þau skref sem voru mér svo þung, urðu allt í einu...
Lesa meira »Tinna Brá Sigurðardóttir, þátttakandi á KVAN fyrir fullorðna
Eftir að hafa verið í fæðingarorlofi í 14 mánuði og misst vinnuna vegna Covid fann ég að ég þurfti svolítið að staldra við og hugsa út í hvað ég vil gera næst. Þess vegna ákvað ég að skrá mig á Kvan námskeið...
Lesa meira »