Indíana er með BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur unnið mikið með börnum og unglingum. Hún hefur m.a. starfað á leikskóla, í félagsmiðstöðvum og á frístundaheimilum sem stuðningur og almennur starfsmaður og er hún núna að vinna sem aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Bústöðum.

Indíana hefur mikla ástríðu fyrir að þjálfa og kenna ungu fólki. Hún er fædd árið 1995, uppalin í 108 en er búsett núna í laugardalnum ásamt kærasta sínum.

Indíana hefur alla tíð haft gaman að listgreinum líkt og að syngja, leika, teikna, og fleira og fór hún m.a. í lista lýðháskóla í Danmörku árið 2014. Hún nýtir sína sköpun mikið í starfi með börnum og unglingum.

Indíana hefur alltaf verið mjög virk í félagsstörfum og hefur hlotið viðurkenningar fyrir vel unnin félagsstörf bæði í framhaldsskóla og háskóla.

Indíana hefur mikinn áhuga á kynfræðslu og kynjafræði og hefur tekið að sér allskonar verkefni í tengslum við það þar sem hún hefur verið með fræðslu fyrir ungmenni.