Ingibjörg er alltaf kölluð Inga, nema þegar hún er skömmuð. Inga spilaði handbolta stóran hluta af lífi sínu og spilaði t.d í U-17 landsliðinu. Hún hefur þjálfað börn, unglinga og fullorðna í handbolta, elskar allar íþróttir, finnur keppnir í ótrúlegustu hlutum og þolir illa að tapa.

Inga er fædd og uppalin í Hafnarfirði, á 3 dætur og 2 stjúpdætur og vil helst hvergi annarsstaðar vera (nema í útlöndum). Mamma hennar segir að hún sé ferðasjúk af því hún er bogamaður, vitum ekki hvað er til í því en vissulega elskar hún að ferðast.

Hún er menntaður íþróttafræðingur (B.Sc) með kennsluréttindi á öllum skólastigum. Inga er einnig með M.Sc gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Barcelona og MHRM gráðu í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Inga vann sem þjálfari og stöðvastjóri hjá World Class í 4 ár en í þeirri vinnu aðstoðaði hún fullorðna og unglinga með markmiðssetningu og fl. Hún starfaði einnig sem kennari í 7 ár í Hjallastefnunni sem umsjónarkennari, kenndi íþróttir, sund og ensku. Síðustu árin hefur Inga unnið sem mannauðsráðgjafi og söluráðgjafi í keppnis- og æfingaferðum til Barcelona og Katalóníu, en í þeim ferðum hefur hún farið sem fararstjóri með unglinga.

Inga hefur búið bæði í Luxembourg og Barcelona.

Inga hefur heimsótt allar 7 heimsálfunar.

Inga hefur farið holu í höggi.