Ingveldur Gröndal er Kópavogsbúi fædd árið 1998. Hún útskrifaðist úr B.A. Námi í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands vorið 2021. Ingveldur hefur einnig lokið námi í NLP, einstaklings-, fíkni-, hópa-, fjölskyldu- og para/hjónaráðgjöf.
Ingveldur hefur tekið virkan þátt í allskyns félagsstörfum bæði í Kvennaskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands. Hún hefur unnið með börnum og ungu fólki í leikskóla og Jafningjafræðslu Hins Hússins. Hennar helsta ástríða í lífinu er að vinna með fólki og hjálpa því að efla sig.
Ingveldur lýsir sjálfri sér sem opinni manneskju sem veit fátt skemmtilegra en að ferðast, stunda útivist, elda og sinna andlegri og líkamlegri heilsu almennt.
Helstu áherslur Ingveldar í ráðgjöf: feimni, leiðtogahæfni, kvíði, sjálfstraust, samskipti, sorg, aðstandendur alkóhólista og markmiðasetning.

Ingveldur hefur synt með hvalahákörlum í Mexíkó.

Ingveldur safnar tattoo-um og er komin með 8.

Ingveldur hefur æft dans frá 4 ára aldri.

Foreldri þátttakanda á námskeiði fyrir 10-12 ára
Dóttir mín var alsæl með námskeiðið sem hún fór áhjá KVAN fyrir 10-12 ára. Það kemur skemmtilega á óvart því venjulega er hún ekki til í neitt nýtt. Hún er óörugg í nýjum aðstæðum og hefði örugglega ekki valið að koma ein á námskeið ef ég hefði ekki skráð hana sjálf...
Lesa meira »
Birgitta Ramsey, móðir þátttakanda á námskeiði fyrir 10-12 ára
Dóttir mín var alsæl með námskeiðið sem hún fór áhjá KVAN fyrir 10-12 ára. Það kemur skemmtilega á óvart því venjulega er hún ekki til í neitt nýtt. Hún er óörugg í nýjum aðstæðum og hefði örugglega ekki valið að koma ein á námskeið ef ég hefði ekki skráð hana sjálf...
Lesa meira »