Jakob er með MA gráðu frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í náms- og kennslufræðum og stundar nú doktorsnám. Hann hefur starfað við Háskóla Íslands frá 2004 þar sem sérsvið hans er óformlegt og formlegt nám, tómstundafræði, forvarnir, útinám, útilíf og útivist. Starfið felst í kennslu, rannsóknum og þróun náms í tómstunda- og félagsmálafræði.

Starfsreynsla Jakobs fyrir utan HÍ hefur m.a. verið í félagsmiðstöðvum, Hinu Húsinu, Siglunesi og við stjórnun og stefnumótun, við kennslu í grunnskóla og sjálfstætt við símenntun og ýmis þróunar- og ráðgjafarverkefni.

Jakob, eða Kobbi eins og hann er kallaður, hefur verið virkur í félagsstarfi og útivist m.a. í Skátum, Landsbjörgu, innan Ungmennahreyfingarinnar, í siglingaklúbbi hjá SÍL og í foreldrafélögum. Jakob er giftur og á þrjú börn.

Jakob reyni að haga lífi sínu þannig að það sé bæði hæglátt og kaótískt. Hann segir að það styrkir tengsl sín við sjálfan sig, annað fólk og náttúruna. Elskar útiveru og fjallgöngur en það er ekki aðal málið að komast á toppinn. Það er í ferðlaginu sem töfrarnir felast.

Jakob nýtur þess að kenna, þjálfa og læra. Hann er í doktorsnámi í útimenntun og rannsakar m.a. útiveru barna, hvernig hægt að auka útimenntun og um samspili ferðamennsku og útimenntunar. Stefnir á að vera út-lærður í þessum vísindum innan tíðar.

Jakob hefur áorkað ýmsu í lífinu. Hann er þriggja barna faðir, leitast við að rækta vináttusambönd sín og víkka reynsluheim sinn. Hann á sínar bestur stundir í eldhúsinu – eða við eldstæðið – að ræða málin og elda gómsætan mat með vinum og vandamönnum.