Jón Halldórsson er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og vottaður ACC markþjálfi. Jón er einn af eigendum KVAN, þjálfari á námskeiðum, stjórnendamarkþjálfi ásamt því að halda fyrirlestra.

Jón hefur í fjölda ára starfað við að þjálfa einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja, einnig hefur hann haldið hundruði fyrirlestra sem snúa að því hvernig einstaklingar og hópar geta öðlast aðgengi að sínum styrkleikum, til að auka líkur á árangri. Jón hefur unnið mikið með afreksíþróttafólki og aðstoðað það við að setja sér skýr markmið og með aðferðafræði markþjálfunar skoðað hvaða þættir eru líklegastir til að hjálpa viðkomandi einstaklingi að ná settu marki.

Jón er starfandi formaður Handknattleiksdeildar Vals.

Jón er giftur Önnu Guðrúnu Steinsen og á fjögur börn.

Jón þróaði hugbúnaðinn CircleCoach og fyrirtæki eins og BMW, Roche og ýmis fyrirtæki hér innanland nýttu sér hugbúnaðinn.

Jón hefur sérhæft sig í að efla liðsheildir. Hann hefur komið að þjálfun hjá mörgum fyrirtækjum og íþróttaliðum jafnt félagsliðum sem landsliðum.

Jón er ótrúlega mikill Valsmaður. Hann situr í stjórn handknattleiksdeidar Vals. Hann hefur verið viðloðandi félagið í 40 ár og komið að æfingum, keppnum, þjálfun og ýmsum stjórnarstörfum.

Næstu námskeið starfsmanns

17. Oct 2024

Leiðtogaþjálfun KVAN
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR

30. Jan 2025

Leiðtogaþjálfun KVAN
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR