Lilja Eivor er með B.A. gráðu í Tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands. Við þessar mundir er Lilja í framhaldsnámi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf. Lilja Eivor er þjálfari á námskeiðum hjá KVAN og hefur náð frábærum árangri með sínum skjólstæðingum.
Lilja hefur starfað með börnum og unglingum í mörg ár, þá aðallega sem stuðningur fyrir börn með sérþarfir. Hún hefur unnið með unglingum í leiklist, samskiptahæfni og við það að hjálpa þeim að stækka þægindarammann sinn. Lilja vann einnig á Landspítalanum með ungmennum í fíkniefnavanda.
Lilja Eivor hefur mikinn áhuga á leiklist og lék í leikritinu Söngvaseið eða “Sound of music” í Borgarleikhúsinu. Lilja á unnusta og eitt barn.

Lilja ólst upp með sex systkinum og neyddist því snemma að læra þolinmæði og tillitsemi.

Lilja hefur ferðast víða, til dæmis Afríku og Asíu. A ferðalögum sínum hefur hún meðal annars sofið í eyðimörk og baðað fíla. Ævintyraþrá hennar ratar oftar en ekki í starf hennar með börnum og unglingum.

Lilja nýtir hvert tækifæri sem gefst til þess að koma leiklist inn í starf sitt með börnum, enda hefur hún alltaf haft gaman að því að leika og syngja. Hún hefur sungið fyrir sænsku prinsessuna en hápunktur ferilsins var þó þegar Lilja söng með hljómsveitinni Nylon í “Ísland í bítið”.

Kristjana Sigurðardóttir, foreldri þátttakanda á Vináttuþjálfun 7-9 ára
Ég mæli 100% með Lilju, sem þjálfara. Skemmtilegt að sjá hvað hún er einstaklega fær í framkomu og stýrir til dæmis foreldrafundinum vel. Það sem mitt barn hefur lært á námskeiðinu...
Lesa meira »
Foreldri þátttakanda á Vináttuþjálfun KVAN
Lilja Cederborg var einn af þjálfurum drengsins okkar á námskeiði KVAN. Lilja hefur mikinn eldmóð fyrir starfi sínu og gefur sig alla í vinnuna með börnunum. Hún tók alltaf vel á móti...
Lesa meira »