Sandra er með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún starfar sjálfstætt í dag hjá sínum eigin fyrirtækjum, Absolute Training, HS housing og Hátíðarvagninum. Hún býr í Los Angeles þar sem hún leggur stund á MBA nám.
Sandra hefur sótt sér þjálfun á mörgum námskeiðum og brennur fyrir að starfa með fólki. Sandra hefur mikla reynslu í þjálfun og hefur undanfarin ár þjálfað hjá KVAN með frábærum árangri.
Sandra er alger orkubolti sem veitir fólki mikinn innblástur til góðra verka.

Sandra er atvinnu dansari og hefur meðan annars dansað með Bryndísi Ásmunds í hinu vinsæla Tinu Turner showi síðan 2015

Sandra stofnaði Absolute Training sem er þjálfun í líkamlegri og andlegri heilsu.

Sandra er með BS í iðnaðarverkfræði

Lúðvík Gröndal, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Þetta námskeið var mjög innihaldsríkt og gefandi, opnaði augu mín fyrir veikleikum og styrkleikum og ýtti mér talsvert langt út fyrir þægindarammann. Ég mæli 100% með þessu og ekki síst fyrir fólk á tímamótum í lífinu eins og ég nýorðinn 67 ára á leiðinni á eftirlaunaaldurinn!!!
Lesa meira »
Gyða Rán Árnadóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Það kom á óvart hvað það náðist mikil nánd milli þáttakenda þar sem þetta fór allt fram í gegnum tölvuna. Námskeiðið sjálft var virkilega innihaldsríkt og gaf manni feykimörg verkfæri í töskuna til að nýta í gegnum lífið...
Lesa meira »
Emma Sif Björnsdóttir, þátttakandi á Online KVAN fyrir fullorðna
Ég mæli 100 % með námskeiði hjá Kvan, þar vinnur frábært fagfólk og í mínu tilfelli var námskeiðið haldið á zoom sem virkaði líka mjög vel, mjög góð tenging milli okkar sem vorum á námskeiðinu, alltaf mikil gleði og virkilega gaman...
Lesa meira »
Þuríður Óttarsdóttir, mamma og skólastjóri
Mig langar til þess að hrósa ykkur fyrir frábært námskeið sem sonur minn tók þátt í nú í sumar. Ég hefði aldrei trúað því að hvað eitt námskeið getur gert mikið fyrir fólk.
Lesa meira »
Aron Daði Reynisson, þátttakandi á KVAN 16-19 ára
Jákvæð orka, kraftur og metnaður eru hlutir sem einkenna Söndru hvað best. Fyrir utan það að hafa þessa frábæru eiginleika er hún einnig ótrúlega almennileg og góðhjörtuð manneskja...
Lesa meira »