Sigríður Eyþórsdóttir eða Sassa eins og hún er alltaf kölluð er með BS gráðu í iðjuþjálfun frá Bandaríkjunum og hefur síðustu 25 árin sérhæft sig í ævintýrameðferð og meðferðarvinnu með börnum og unglingum. Hún starfar sem iðjuþjálfi í Hagaskóla en starfaði lengi á BUGL og á Reykjalundi. Sassa hefur víðtæka reynslu af kennslu og námskeiðshaldi fyrir börn og fullorðna og bjó í þrjú yndisleg ár í Valencia á Spáni. Sassa býr í Litla Skerjafirði með börnunum sínum þremur og tengdadætrum. Í frítíma sínum elskar Sassa að halda matarboð, syngja í kór og dansa með vinkonum sínum og ferðast eins oft og tækifæri gefst.

Sassa er mikil félagsvera og kokkur. Hún blandar þessu stundum saman og hefur kennt yfir 500 manns að búa til Paellu að spænskum sið.

Sassa elskar að ferðast og hefur heimsótt 47 lönd í heiminum.

Sassa dýrkar að dansa og er búin að æfa dans með vinkonum sínum í yfir 45 ár.

Næstu námskeið starfsmanns

25. Jan 2022

Verkfærakistan, opið námskeið fyrir kennara
Verð: Fleiri uppl.?

SKRÁÐU ÞIG HÉR