Vanda er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði og leggur nú stund á doktorsnám þar sem viðfangsefnið er einelti. Vanda starfar nú sem lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Sérsvið hennar við Háskólann er einelti og tómstunda- og leiðtogafræði.
Vanda er frá Sauðárkróki, fædd 1965 en býr nú í Reykjavík ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Vanda hefur allan sinn starfsferil starfað með börnum og fullorðnum að eineltis- og samskiptamálum. Þá hefur hún einnig starfað sem knattspyrnuþjálfari í um 30 ár.
Vanda er fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands og sinnti því hlutverki til febrúar 2024.
Vanda er eina konan á Íslandi sem hefur þjálfað meistaraflokk karla í fótbolta, fyrsta konan sem þjálfaði kvennalandsliðið í fótbolta og lék hún bæði með landsliðinu í fótbolta og körfubolta.
Vanda fékk Fálkaorðuna 1. janúar 2021 fyrir störf að jafnréttismálum, kvennaknattspyrnu og fyrir baráttu gegn einelti.
Vanda hefur á undanförnum árum verið með fræðslu og námskeið fyrir meira en 10.000 börn, foreldra og fagfólk. Draumur hennar er að öll börn útskrifist úr grunnskóla sem góðar manneskjur, með bros á vör, góða vini og góðar minningar.
Fríða Stefánsdóttir, deildarstjóri Sandgerðisskóla
Við byrjuðum á því að fara í námsferð til Edinborgar haustið 2019, en KVAN sá um allan undirbúning og skipulag. Þar byrjaði vegferð okkar í Verkfærakistunni undir leiðsögn Vöndu Sig. Námskeiðið var þannig uppbyggt að...
Lesa meira »Sesselja Þóra Gunnarsdóttir, skólastjóri Sjálandsskóla
Í Sjálandsskóla höfum við fengið Vöndu í samstarf vegna neikvæðra samskipta í nemendahópum og eineltishegðunar. Hún hefur líka haldið frábær námskeið fyrir kennara skólans sem ég tel að allt starfsfólk skóla ætti að fara á.
Lesa meira »Íris Björk Eysteinsdóttir, kennsluráðgjafi og verkefnastjóri
Vanda Sigurgeirsdóttir og KVAN breyttu öllu fyrir okkur í vetur. Þau hjálpuðu okkur að vinna gegn eineltishegðun og bæta samskipti til muna hjá nemendum í 7. bekk. Nálgunin hjá þeim var...
Lesa meira »Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða
Vanda er fullkomin í þessum fræðum. Fagmennska, atorka, vilji og metnaður einkennir þessa flottukonu. Fagna því að hún sé á fleygi ferð að sinna málefnum sem mikil þörf er að taka á í samfélaginu...
Lesa meira »Sigurbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs hjá Reykjavíkurborg
Við hjá félagsmiðstöðvum Ársels höfum fengið að njóta þekkingar og reynslu Önnu Steinsen í nokkur ár. Allir starfsmenn stöðvanna hafa sótt fyrirlestra og námskeiða, þar sem Anna hefur miðlað og leiðbeint starfsfólki í vinnu með börnum og unglingum með góðum árangri...
Lesa meira »