Náms- og starfsráðgjöf KVAN

Ingibjörg er með MA gráðu í náms- starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands. 

Ingibjörg er sérfræðingur í starfsþróun og námstækifærum og nýtir ákveðna aðferðafræði við að aðstoða einstaklinga að bregðast við ytri og innri breytingum á starfsferli og að finna sinn stað í atvinnulífinu í takt við þær breytingar. Í viðtalinu er leitast við að fá heildræna sýn á líf einstaklings til að aðstoða hann við að ná stjórn á náms- og starfsferli sínum. Með samtali við Ingibjörgu fær einstaklingur faglega endurspeglun á vangaveltur sínar varðandi starfsþróun og möguleika. 

Viðtöl hjá Ingibjörgu henta öllum sem vilja bæta starfsþróun sína og -ánægju. Þau henta bæði þeim sem vilja eða þurfa að skipta um starfsvettvang, hafa hug á að bæta við sig þekkingu, sem og þeim sem eru án atvinnu og óvissir með næstu skref.

Ingibjörg starfar samkvæmt lögum og siðareglum náms- og starfsráðgjafa þar sem trúnaður og fagleg ráðgjöf er höfð að leiðarljósi.

Ingibjörg hefur lært sáttamiðlun og tekur að sér verkefni á því sviði.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.