Náms- og starfsráðgjöf KVAN
Ingibjörg er með MA gráðu í náms- starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands og B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands.
Ingibjörg er sérfræðingur í starfsþróun og námstækifærum og nýtir ákveðna aðferðafræði við að aðstoða einstaklinga að bregðast við ytri og innri breytingum á starfsferli og að finna sinn stað í atvinnulífinu í takt við þær breytingar. Í viðtalinu er leitast við að fá heildræna sýn á líf einstaklings til að aðstoða hann við að ná stjórn á náms- og starfsferli sínum. Með samtali við Ingibjörgu fær einstaklingur faglega endurspeglun á vangaveltur sínar varðandi starfsþróun og möguleika.
Viðtöl hjá Ingibjörgu henta öllum sem vilja bæta starfsþróun sína og -ánægju. Þau henta bæði þeim sem vilja eða þurfa að skipta um starfsvettvang, hafa hug á að bæta við sig þekkingu, sem og þeim sem eru án atvinnu og óvissir með næstu skref.
Ingibjörg starfar samkvæmt lögum og siðareglum náms- og starfsráðgjafa þar sem trúnaður og fagleg ráðgjöf er höfð að leiðarljósi.
Ingibjörg hefur lært sáttamiðlun og tekur að sér verkefni á því sviði.
Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Hulda Þórisdóttir, ráðgjöf hjá Ingibjörgu
Samtalið við Ingibjörgu hjálpaði mér að greina ákveðna þætti sem skipta mig mjög miklu máli í starfi og starfsumhverfi. Þættir sem ég held að hefðbundin áhugasviðspróf mæli ekki. Með samtalinu fékk ég mikilvægan leiðarvísi til aukinnar starfsánægju.
Lesa meira »
Börkur Hrafn Birgisson, ráðgjöf hjá Ingibjörgu
Það var mjög hollt fyrir mig í mínu fagi að fara í gegnum tíma með Ingibjörgu og skoða hvað er gott og hvað mætti betur fara í mínu starfi. Kom skemmtilega á óvart hversu fljótt er hægt að komast að kjarnanum með þessari samtalstækni. Þægilegt og afslappað en um leið skilvirkt...
Lesa meira »