Náms- og starfsráðgjöf KVAN

Náms- og starfsúrval er fjölbreytt og líta sumir jákvæðum augum á það á meðan aðrir hræðast það og upplifa valmöguleikana yfirþyrmandi.

Ákvarðanataka er stór hluti af daglegu lífi hvers og eins. Þetta geta verið ákvarðanir sem varða draumastarfið, nám, val á skóla eða ef þú ert að velta því fyrir þér hvaða leið þú vilt fara á ákveðnum tímamótum í þínu lífi. Þessar ákvarðanir geta reynst fólki mis auðveldar.

KVAN býður því upp á náms- og starfsráðgjöf sem auðveldar einstaklingum að skapa skýra sýn á hver næstu skref skulu vera í lífinu.

Katrín Vignisdóttir er náms- og starfsráðgjafi KVAN. Katrín er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og er með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Katrín notar rafræna íslenska áhugasviðskönnun sem heitir Bendill. Bendill hefur það markmið að aðstoða einstaklinginn við að koma skipulagi á áhugasvið hans og auka sjálfsþekkingu. Niðurstöðurnar birtast á myndrænan hátt og þær hvetja einstaklinginn í að fara af stað í markvissa og skilvirka leit að starfi eða námi.

Náms- og starfsráðgjöf hentar fyrir alla þá sem vilja fá hugmyndir, stuðning og aðhald við að taka næstu skref í atvinnuleit eða námi. Hentar mjög vel fyrir þá sem eru að velta fyrir sér við hvað þau vilja starfa eða læra og hvar í raun áhugasvið þeirra liggur.

Áhugasviðskönnunin Bendill er tekin rafrænt og henni er svo fylgt eftir með 75 mínútna viðtali við náms- og starfsráðgjafa þar sem niðurstöðurnar eru skoðaðar og ýmsum möguleikum velt upp.

Náms- og starfsráðgjöf KVAN nýtist fólki á öllum aldri og er hvert viðtal er sérsniðið að þeim verkefnum sem viðkomandi er að glíma við.

Verð 25.000 krónur

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.

Næstu námskeið:

Engin væntanleg námskeið eins og þetta. Hafðu endilega samband við okkur til að fá frekari upplýsingar.