0

Hrósið

Unnur Valborg, framkvæmdastjóri SSNV

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra stóðu fyrir kynnisferð sveitarstjórnarmanna í landshlutanum í mars 2019. Þegar slík ferð er skipulögð er í mörg horn að líta og mikilvægt að allt gangi vel þegar á hólminn er komið. Þess vegna var samið við KVAN um að ganga frá bókunum fyrir hópinn á flugi, ferðum, hóteli og veitingum á meðan á ferðinni stóð. Það er óhætt að segja að allt sem skipulagt var af KVAN stóð eins og stafur á bók og augljóst að þeirra starfsmenn höfðu mikla þekkingu á svæðinu sem við vorum á leið á sem skipti miklu máli við undirbúninginn. Þeirra vinna sparaði samtökunum mikla vinnu við undirbúning og átti klárlega stóran þátt í almennri ánægju með ferðina meðal þeirra sem í hana fóru. Ég get heilshugar mælt með þjónustu KVAN.  

Ása Inga þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMF Stjarnan

Ég fékk að leita til Kvantravel vegna æfingarferðar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá Stjörnunni. Í stuttu máli var þjónusta þeirra til fyrirmyndar!   Lausnarmiðuð svör, jákvæðin og einstaklega góð þjónustulund einkenni svör þeirra og viðbrögð og ekkert vandamál var of stórt til að leysa, því gef ég þeim mín bestu meðmæli.

Kolbrún, sölustjóri Frjálsrar Fjölmiðlunar

Við fengum Önnu Steinsen hjá KVAN til að koma til okkar og vera með vinnustofu fyrir söludeildina. Anna kom inn með nálgun sem fékk hópinn til að opna sig, sjá skýrar hvert hópurinn vildi stefna saman og finna drifkraftinn sem þurfti til þess. Þessu náði hún fram á mjög jákvæðan hátt og vorum við öll sammála um að þetta voru ekki bara uppbyggjandi fundir heldur líka mjög ánægjulegir. Hópurinn er einbeittari eftir þessa vinnu, með skýrari markmið og samstilltari í að ná þeim. Við þökkum KVAN og Önnu Steinsen innilega fyrir vinnu sína með okkur sem mun hjálpa okkur í að ná enn betri árangri hér á deildinni.   Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir Sölustjóri Frjálsrar fjölmiðlunar ehf.  

Ingibjörg, móðir unglings

Drengurinn minn fór á sjálfstyrkingarnámskeið hjá KVAN, hann var alsæll og mjög áhugasamur á námskeiðinu. Honum fannst þetta mjög skemmtilegt eins og hann sjálfur orðaði það. Sonur minn er góður í mannlegum samskiptum og sterkur félagslega, það hefur samt sem áður verið ótrúlega dýrmætt að sjá hann verða enn sterkari og öruggari einstakling. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað hann tók með sér úr hverjum tíma fyrir sig. Eftir að námskeiðunu lauk tekur maður eftir mörgum jákvæðum þáttum sem hann hefur náð að tileinka sér í samskiptum, litlir hlutir sem breyta svo ótrúlega miklu í krefjandi aðstæðum sem hann þarf oft að takast á við. Þjálfarinn á námskeiðinu var alveg frábær í alla staði, hún náði einstaklega vel til krakkanna á jákvæðan og einlægan hátt.  Takk fyrir okkur.  Kveðja.  Ingibjörg

Guðrún Hjörleifsdóttir sendi dóttur sína á KVAN fyrir 13-15 ára

Dóttir mín fór á sjálfstyrkingarnámskeið hjá KVAN. Hún hafði átt erfiða daga, var óörugg og með brotna sjálfsmynd. Strax eftir fyrsta tímann var hún spennt að halda áfram á námskeiðinu. Á námskeiðinu sáum við foreldrarnir stelpuna breytast mikið. Við sáum glaðari stúlku og sjálfstraustið fór að aukast verulega. Þjálfarinn á námskeiðinu var frábær og nálgaðist krakkana á einlægan, hreina og beinan hátt sem var akkúrat það sem þau þurftu.

Guðmundur FInnbogason kennari fór í námsferð til Edinborgar með KVAN

„Ég mæli heilsugar með KVAN. Ferðin þeirra var bæði vel skipulögð og áhugaverð. KVAN vann náið með okkur að undirbúning og þegar við komum út var þjálfari frá KVAN með okkur allan tímann. Erindin og smiðjurnar voru frábærar og ekki spillit fyrir góðar leiðbeiningar um allt hitt sem að við gátum gert á staðnum. Ég mæli klárlega með námsferðum KVAN“

Guðbjörg Norðfjörð fór á KVAN fyrir fullorðna

Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið var að fara á KVAN námskeiðið. Mikil sjálfskoðun og velt við hlutum sem gera mig að sterkari einstakling. Fyrir mér var þetta „boost“ inn í lífið og starfið mitt. Þarna fékk ég þor að hugsa og ákveða að „Ég er nóg“.   Takk fyrir frábært námskeið, mæli með því við hvert tækifæri.

Aron Daði Reynisson fór á KVAN fyrir 16-19 ára

“Ég var ekki viss með þetta námskeið í byrjun og hafði ekki miklar væntingar, þar til að ég áttaði mig á tilganginum með þessu námskeiði. Námskeiðið hjálpar þér að breyta hugsunarhátt þínum svo að þú sjálf/ur getur breytt þér í manneskjuna sem þú vilt vera. Þau hjá KVAN eru tilbúin í að gera allt svo að þú sért ánægð/ur með sjálfan þig. Þetta námskeið er klárlega þess virði!” “Að fara út fyrir þægindarhringinn og að setja mér markmið er eitthvað sem ég gerði aldrei. Maður kemst ekkert áfram í lífinu ef maður situr bara fastur í sínum eigin þægindarhring. Ef þetta er eitthvað sem þú vilt breyta þá mæli ég eindregið með því að skella sér á námskeið hjá KVAN. Það mun hjálpa ef þú ert tilbúin/n að leggja þig fram!”

Nína K. Hjaltadóttir starfsmaður Decode fór á KVAN fyrir fullorðna

Ég hef í gegnum tíðina farið á allskonar námskeið. Þau hafa öll verið góð og hef ég fengið eitthvað út úr þeim öllum en þetta námskeið bar verulega af. Á KVAN námskeiðinu er farið beint í efnið, engar krúsidúllur og engin formlegheit, heldur bara strangheiðarlegt. Þetta námskeið fékk mig verulega upp á tærnar og fékk mig ennfremur til þess að endurskoða ótrúlegustu hluti í mínu fari og lífinu yfirhöfuð. Það sem ég fékk út úr námskeiðinu var miklu meira og kannski pínu annað en ég átti von á. Ekki má gleyma því að Anna gerði þetta óaðfinnanlega, frábært í alla staði og hún er greinilega sérfræðingur á sínu sviði, eins og þú svo sem veist. Takk kærlega fyrir mig

Lára Sigríður fór á KVAN fyrir fullorðna

Ég skráði mig á námskeiðið hjá KVAN aðallega til þess að öðlast meira sjálfstraust við kynningar og framkomu. Það sem ég uppskar var svo miklu, miklu meira. Ég kynntist styrkleikunum mínum og sá þá í öðru ljósi og náði einnig að kynnast sjálfri mér enn betur. Eftir hvern tíma leið mér hrikalega vel og var það peppuð að mér fannst mér allir vegir færir. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði fyrir alla þá sem vilja öðlast meira sjálfstraust á öllum sviðum, kynnast sér og styrkleikum sínum enn betur og til þess að vera i toppstandi til að takast á við öll þau tækifæri sem lífið hefur upp á að bjóða. Anna er í þokkabót eins og skemmtikraftur með uppistand í hverjum einasta tíma svo að það skemmir ekki! Takk fyrir mig.

Sigrún Óskarsdóttir fór á KVAN fyrir fullorðna

Ég mæli 100% með KVAN námskeiði. Vekjandi, hvetjandi og hollt. Anna er algjörlega frábær þjálfari, hún hefur yfirgripsmikla þekkingu og er flink að miðla henni áfram. Það er ekki verra að hún er hrikalega skemmtileg! Ég fór með dóttur minni á námskeiðið og við vorum sammála um að þetta hefði verið gagnlegt og gott.

Starfsmenn leikskóla á Hornafirði

-Frábær dagur. Það sem við höfðum gott af því að horfa inná við og finna styrkleika okkar og styrkleika fólksins í kringum okkur. Sjá það jákvæða. -Mjög skemmtilegt, gott að fara í sjálfskoðun, finna sínar veiku og sterku hliðar. -Sjálfsstyrking, markmiðasetning, sjálfskoðun, jákvæðni. -Frábær fyrirlesari, hélt athygli allan tímann. Virkilega skemmtilegt og áhrifaríkt að skoða sjálfan sig og hrósa sjálfum sér, allt frábært. -Flott hvernig Anna nálgaðist hópinn, sjálfskoðun, hrósæfingar, mikil styrking. Gerði allt svo jákvætt. Flott fyrir hópeflið.

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða

Hér eru frábærir fagmenn á ferð. Vanda og Anna eru fullkomið par í þessum fræðum. Fagmennska, atorka, vilji og metnaður einkennir þetta flotta par. Fagna því að þær séu farnar af stað saman og sinna málefnum sem mikil þörf er að taka á í samfélaginu okkar. Flottir fagmenn sem leggja línurnar sem við getum fylgt eftir.

Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri Marbakka

Í nóvember sl. áttum við starfsmannahópurinn í leikskólanum Marbakka stórbrotinn dag með Önnu Steinsen. Anna er frábær fagmaður sem byrjaði á því að greina stöðuna með okkur, stjórnendum skólans. Í sameiningu fórum við yfir hvað við vildum fá út úr þessum degi. Efni dagsins var því algerlega sérsniðið fyrir okkar starfsmannahóp. Anna náði vel til allra starfsmanna og smitaði hópinn af gleði og útgeislun sinni, hún braut upp með reglulegu millibili og kallaði eftir þátttöku allra.Verkefnin voru fjölbreytt, skemmtileg og ögrandi og mikið reyndi á hvern og einn einstakling og hópinn í heild. Við fórum í sjálfskoðun, veltum fyrir okkur hver við værum í hópnum, hvaða breytingar hefðu átt sér stað og hvaða breytingar væru í vændum og lærðum að horfa með jákvæðum augum til framtíðar. Við settum okkur markmið sem einstaklingar og sem hópur í heild og sáum það góða í okkur sjálfum og hvoru öðru. Dagurinn var skemmtilegur og allir höfðu gagn og gaman af honum. Takk kærlega fyrir okkur. Hólmfríður Sigmarsdóttir, leikskólastjóri og Irpa Sjöfn Gestsdóttir, aðstoðarleikskóla-stjóri.

Sigurbjörg Kristjánsdóttir, deildarstjóri unglingastarfs hjá Reykjavíkurborg

Við hjá félagsmiðstöðvum Ársels höfum fengið að njóta þekkingar og reynslu Önnu Steinsen í nokkur ár. Allir starfsmenn stöðvanna hafa sótt fyrirlestra og námskeiða, þar sem Anna hefur miðlað og leiðbeint starfsfólki í vinnu með börnum og unglingum með góðum árangri. Einnig hefur hún unnið markvisst með starfsmannahóp stöðvanna sem skilar sér í bættum starfsanda og betri vinnubrögðum. Fagmennska, léttleiki og hæfni til að setja efnið fram á áhugaverðan hátt er einkenni Önnu, því skilar leiðsögn hennar ætíð árangri. Frístundamiðstöðin Ársel hefur notið leiðsagnar Vöndu í málefnum barna og unglinga um nokkurt skeið. Bæði námskeið og fyrirlestrar sem Vanda hefur haldið fyrir starfsmenn hafa uppfyllt þær væntingar sem gerðar hafa verið. Starfsfólk hefur verið ánægt með fræðandi og áhugaverð erindi Vöndu sem hún setur fram af mikilli fagmennsku og litar af mikilli reynslu sinni.