0

Frístundastyrkir

Hægt er að nýta frístundastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld hjá okkur í KVAN

Markmið frístunda- og tómstundastyrkja sveitafélaga er að öll börn og ungmenni á aldrinum 6-18 ára njóti jafnra tækifæra á uppbyggilegu frístundastarfi. Hjá KVAN er hægt að ráðstafa þeirri upphæð styrks sem hver og einn óskar en hámark styrks hvers barns fer eftir reglum þess sveitarfélags sem þátttakandi hefur lögheimili í. Hér að neðan má finna upplýsingar um styrki sveitarfélaga í kringum höfuðborgarsvæðið.

Reykjavíkurborg styrkir börn og ungmenni frá 6-18 ára aldurs um 50.000 kr. hvert ár. Skráning fer fram í gegnum Rafræna Reykjavík en hægt er að nálgast frekari upplýsingar hér: https://rafraen.reykjavik.is

Kópavogsbær veitir einnig frístundastyrki að upphæð 50.000 kr. og fer skráning í gegnum þjónustugátt Kópavogsgbæjar. Allar helstu upplýsingar um ráðstöfun styrksins í Kópavogi má finna hér: https://www.kopavogur.is/is/ibuar/ithrottir-utivist/fristundastyrkir

Garðabær veitir einstaklingum frá 5 til 18 ára aldri hvatapening að upphæð 50.000 kr á ári. Íbúar skila inn kvittun eftir greiðslu námskeiðs hjá KVAN en nánari upplýsingar fyrir þá sem hafa lögheimili í Garðabæ má nálgast hér: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/hvatapeningar/

Hafnafjarðarbæ veitir frístundastyrk að upphæð 54.000 kr. á ári eða 4.500 kr. á mánuði fyrir börn á aldrinum 6-18 ára og þarf að skila kvittun til Hafnafjarðarbæjar eftir greiðslu námskeiðs. Upplýsingar um hvernig hægt er að ráðstafa frístundastyrk Hafnafjarðarbæjar má finna hér: https://www.hafnarfjordur.is/ibuar/ithrottir-og-utivera/fristundastyrkir/ 

Seltjarnarness veitir íbúum möguleika á að ráðstafa 50.000 kr. árlega af frístundastyrki og er kvittun skilað inn fyrir greiðslu námskeiðis. Upplýsingar fyrir íbúa sveitarfélagsins má finna hér: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/ithrottirogtomstundir/styrkir/

Mosfellsbær veitir einnig 50.000 kr. frístundaávísun fyrir sína íbúa á aldrinum 6-18 ára. Allar frekari upplýsingar um ráðstöfun má finna hér: https://www.mos.is/thjonusta/ithrotta-og-tomstundastarf/fristundaavisun/


Allar fyrirspurnir vaðandi ráðstöfun frístundastyrkja má senda á netfangið bogi@kvan.is