0

Skilmálar

1. SKILMÁLAR:
Þessir skilmálar gilda um sölu á vörum og þjónustu KVAN ehf til neytanda.  Skilmálarnir eru staðfestir með staðfestingu á kaupum og greiðslu fyrir viðskiptin Öll viðskipti eru trúnaðarmál og við tryggjum viðskiptavinum okkar örugg viðskiptinu á netinu. 

2. SKILGREININGAR:
Seljandi er KVAN ehf ehf. kt. 620716 0300.  Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem greiðandi á reikning.  Greiðandi verður að vera a.m.k. 18 ára.

3. VERÐ OG VERÐBREYTINGAR:
Öll verð eru gefin upp í íslenskum krónum. Öll verð eru án VSK þar sem að þjónustan er ekki VSK skyld. Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur og áskilur KVAN ehf sér rétt til að ljúka ekki viðskiptum hafi rangt verð verið gefið upp.  Verðbreytingar geta orðið fyrirvaralaust t.d. vegna rangra upplýsinga eða skráningar.  Verðbreytingar sem gerðar eru eftir að pöntun er staðfest eru ekki afturkræfar nema í ljós komi að um innsláttarvillu eða ranga skráningu hafi verið að ræða.

4.VÖRUSKILMÁLAR
KVAN ehf býður uppá námskeið fyrir einstaklinga/hópa.
Hægt er að fá endurgreitt ef farið er fram á endurgreiðlsu viku áður en námskeið fer af stað.
Eftir að námskeið hefst áskilur KVAN ehf að endurgreiða ekki námskeiðisgjald ef kaupandi ákveður að hætta á námskeiði.

5. PERSÓNUVERND:
Seljandi fer með allar upplýsingar sem algört trúnaðarmál og eru þær eingöngu nýttar til að klára viðkomandi viðskipti.
Upplýsingar um greiðslukortanúmer koma ekki til seljanda heldur eru á afmörkuðu vefsvæði viðkomandi greiðsluþjónustu.

6. ÖRYGGI:
Það er 100% öruggt að versla hjá www.kvan.is  Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar.

7. GREIÐSLUMÖGULEIKAR:
Í netverslun KVAN ehf er boðið uppá nokkrar greiðsluleiðir. í boði er að greiða með öllum helstu greiðslukortum og maestro debetkortum.  Viðskiptavinir fá senda staðfestingu í tölvupósti þegar greiðsla hefur borist.

8. GREIÐSLUKORT:
Mögulegt er að greiða með pöntun með öllum helstu kreditkortum og fer greiðsla í gegnum örugga greiðslugátt hjá Borgun.

9. NETGÍRÓ:
Netgíró er kortalaus viðskipti á netinu. Til þess að geta nýtt sér þennan greiðslumöguleika er skilyrði að viðskiptavinur sé með aðgang hjá Netgíró sem hægt er að sækja um hér:  www.netgiro.is Viðskiptavinur þarf þá einungis að slá inn kennitölu og lykilorð í lok kaupferlisins. Greiðsluseðill birtist í heimabanka viðskiptavina sem gefst kostur á að greiða reikninginn innan 14 daga, vaxtalaust. 

10. FYRIRTÆKJAUPPLÝSINGAR:
KVAN ehf
Marbakkabraut 18
200 Kópavogur
Sími: 519 3040
Netfang: anna@kvan.is
kt.6207160300

 

11. STAÐSETNING KVAN
KVAN ehf
Hábraut 1
200 Kópavogur
Opið 9-16 og á augýstum námskeiðstíma.