0

Um okkur

Við sem stöndum að KVAN höfum unnið í mörg ár að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að þjálfun, fræðslu og menntun ungs fólks, fagaðila, stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja.

Það vildi svo vel til að árið 2016 voru Vanda Sig og Anna Steinsen á sama tíma að leita að samstarfsaðila til að geta betur sinnt þeim fjölmörgu verkefnum sem þær voru að sinna. Þær höfðu góða reynslu af samstarfi sín á milli og sterka trú á því að saman yrðu þær öflugt teymi sem gæti náð góðum árangri.  Næsta skref var að sannfæra maka sína um að það væri góður ráðahagur að hefja samstarf og stofna fyrirtæki til að sinna vel þeim verkefnum sem væru í gangi og láta drauma og ný verkefni verða að veruleika. Eftir nokkra fundi í Reykjavík, fórum við í vinnuferð á Hofsós. Það er kraftur í Skagafirði og í norðangarra á Hofsósi mörkuðum við stefnu KVAN og strengdum heit um áframhaldandi samstarf. KVAN vill styðja við börn og ungt fólk til að vaxa, þroskast og öðlast aðgengi að eigin styrkleikum. Það ætlum við að gera með námskeiðum, ráðgjöf og þjálfun fyrir fagfólk og með námskeiðum og þjálfun fyrir unglinga og ungt fólk.

KVAN hefur síðan haldið áfram að vaxa og dafna. Árið 2017 fengum við til liðs við okkur þrjá frábæra starfsmenn, Önnu Lilju Björnsdóttur, Katrínu Vignisdóttur og Söndru Björg Helgadóttur. Skytturnar þrjár eins við köllum þær hafa komið af krafti inn í KVAN og bætt heilmiklu við gæði og þekkingu.

Árið 2018 hófum við svo annan kafla í okkar starfi, þjálfun fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja.

KVAN fjölskyldan hefur nú lagt af stað í leiðangur; nestuð af áralangri reynslu og staðgóðri þekkingu á ýmsum þeim áskorunum sem einstaklingar og fagfólk er að glíma við í dagsins önn. Í farteskinu höfum við búnað og verkfæri sem við vitum að virka og geta eflt fólk á öllum aldri. 

Við erum full tilhlökkunar og vitum að framundan er ævintýraferð með áskorunum og óvissu.

                                               KVAN  Kærleikur - Vinátta - Alúð – Nám