0

"Börn í félagslegum vanda" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Börn í félagslegum vanda

Rannsóknir sýna að félagslegum vanda fylgja alvarlegar og jafnvel langvarandi neikvæðar afleiðingar. Þvi er mikilvægt að kennarar og allir þeir sem vinna með börnum hafi þekkingu og færni til að koma auga á börn í félagslegum vanda ásamt því að kunna árangursríkar aðferðir til að hjálpa börnunum. Í vinnusmiðjunni verður fjallað um börn í félagslegum vanda, þátttakendur greina sína hópa, ásamt því að greina eigin samskipti við börnin.  Á þessu námskeiði gera þátttakendur áætlanir annars vegar tengdar eigin samskiptum og hins vegar um hvernig ætlunin er að hjálpa börnunum út úr hinum félagslega vanda. Því er um að ræða hagnýta fræðslu með mikilli greiningarvinnu og sjálfsskoðun. Þeir sem vinna markvisst eftir þessum aðferðum ná verulegum árangri í starfi með börnum og unglingum.

Ef þú hefur áhuga á að fá þetta námskeið frá KVAN hafðu þá samband við okkur í síma          519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is