0

"Dagur gegn einelti og neikvæðum samskiptum" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Dagur gegn einelti og neikvæðum samskiptum

Markmið: Að fræða nemendur, kennara og foreldra og tryggja þannig að allir hafi sömu vitneskju og stefni i sömu átt.

Hægt er að byggja daginn upp eftir þörfum hvers skóla en hér að neðan koma nokkrar hugmyndir.

Nemendur:
Áhrifamesta leiðin er að Vanda, Anna og/eða Jakob hitti hvern bekk fyrir sig í 80 mín. Á þessu tíma fer fram fræðsla og þjálfun er kemur að jákvæðum bekkjaranda og forvörnum gegn einelti. Einnig er hægt að velja út bekki sem þurfa sérstaklega á fræðslu og þjálfun að halda. Þetta getur verið frá einu og upp í þrjú skipti fyrir hvern bekk.

Seinni leiðin er fyrirlestur fyrir stærri hópa í einu. Þá er svo til eingöngu um fræðslu að ræða en ekki þá þjálfun og virkni sem á sér stað ef unnið er með færri í einu. Möguleg efni eru einelti, samskipti, kvíði, heilsa, tölvunotkun, útlitsáherslur, jákvæðir og neikvæðir leiðtogar, mikilvægi hreyfingar, útiveru og tómstunda,  vinátta, bekkjarandi og ljótt orðbragð.

Kennarar:
Ef valin er leiðin að hitta hvern bekk fyrir sig hefur reynst vel að hitta kennara viðkomandi bekkjar að lokinni fræðslunni, ræða um það sem kom fram og gefa þeim góð ráð, í raun handleiðsla. 

Hvor leiðin sem er valin með nemendur mælum við með fræðslu fyrir alla kennara og starfsfólk skólans. 

Foreldrar:
Eins og hálfs til tveggja tíma fræðslufyrirlestur um vináttu og hvernig foreldrar geta hjálpað börnum sínum að eignast vini og halda þeim. Áhersla er á að gefa foreldrum góð ráð. Yfir þúsund foreldrar hafa hlustað á þennan fyrirlestur og er mikil ánægja með hann. Einnig kemur til greina að vera með fyrirlestra um annað efni fyrir foreldra, eins og kvíða barna, samskipti og einelti, sjálfsmynd stúlkna og hvernig vinna má gegn of miklum útlitsáherslum, óhófleg tölvunotkun og leiðir til lausna eða annað sem snýr að börnum og unglingum.

Ef þú hefur áhuga á að fá þessa sérlausn frá KVAN hafðu þá samband við okkur í síma      519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is