0

"Endurmenntun í Edinborg" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Endurmenntun í Edinborg

Útinám og framsækin menntun
Náms og kynnisferð til Edinborgar
Spennandi kynnis- og námsferð til Edinborgar þar sem áhersla verður lögð á útinám, útvist og útikennslu. Heimsóttir verða staðir sem eru fremstir í sinni röð í heiminum og átt stefnumót við þrautreynda fagmenn og fræðimenn á sviði útináms. Áhersla er lögð á að upplifa útinám af eigin raun, kynnast framsýnum fræðum og eiga gagnrýnið samtal um þetta svið menntunar og njóta þess að vera til í öflugum hópi jafningja. 
Markmið
Námskeiðin miða að því að gefa fagfólki á Íslandi innsýn og þekkingu á útinámi í Skotlandi.  Við viljum efla fagfólk í starfi, kynna nýjar hugmyndir,  stefnur og starfshætti á sviði útináms. Markmið okkar er að efla samkennd og samvinnu fagfólks og stuðla að sameiginlegum skilningi og reynsluheimi þeirra í útinámi.
Fyrir hverja?
Fagfólk sem starfar með börnum og ungu fólki í skóla- og frístundastarfi. 
Hvað er gert?
Í samvinnu við þáttakendur þróum við námskeiðin þannig þau mæti væntingum þeirra og þörfum. Farið er í heimsóknir í skóla og aðrar menntastofnanir, kynntar ýmsar aðferðir og nálganir sem henta við útikennslu og útinám. Framsæknir skoskir fagaðilar og fræðimenn eru með erindi. Rík áhersla er lögð á virkni og umræður um þau viðfagnsefni sem unnið er með.
Ferðatilhögun
Skipulögð í samráði við þá hópa sem velja að koma til Edinborgar með KVAN.
Leiðbeinendur: Jakob F. Þorsteinsson, Vanda Sigurgeirsdóttir, Dr. Beth Christie og fleiri fagaðilar frá Skotlandi.
Boðið er uppá fararstjórn í ferðinni.
Jakob og Beth eru sérmenntuð á sviði útináms og hafa mikla reynslu á þessu sviði.
Vinsamlegast hafið samband við Jón Halldórsson framkvæmdarstjóra KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.