0

"Vertu framúrskarandi" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Vertu framúrskarandi

Ungt fólk í dag er að takast á við mikinn hraða og áreiti. Stanslaust dynja á þeim skilaboð um hvernig þau eiga að vera, hvað þau eiga að gera, hvernig þau eiga að haga sér. Ofan á það eru þau að skila verkefnum í skólanum, fara í próf, mörg hver að vinna, sinna fjölskyldunni og áhugamáli, og gera þetta ofurvel, ná miklum árangri því samfélagið ýtir undir þá sem ná árangri. Þetta skapar heilmikið álag og ýtir undir streitu og kvíða ungs fólks. Skilaboðin sem dynja á þeim eru gerðu það hraðar, meiri árangur, betra, vertu sérstakur, farðu extra mile, vertu framúrskarandi! Ekki hjálpa samfélagsmiðlarnir við að ýta undir samanburð. Kvíði og streita er ekki eitthvað sem við viljum að unga fólkið okkar fari með út í lífið.

Ef þú hefur áhuga á að fá fyrirlestur frá KVAN hafðu þá samband við okkur í síma          519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is