0

"Foreldrar í atvinnuleit" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Foreldrar í atvinnuleit

Afleiðingar atvinnuleysis fyrir einstaklinga geta ekki einungis verið fjárhagslegar heldur einnig félagslegar og sálrænar. Afleiðingarnar birtast á mismunandi hátt hjá einstaklingum en sjálfsmat og sjálfsvirðing getur minnkað og breytingar geta orðið á fjölskyldulífinu. Heilsu fólks getur hrakað bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir hafa sýnt að atvinnulausir leita oftar til læknis en þeir sem eru í vinnu og leggjast oftar inn á sjúkrahús.

Atvinnuleysi dregur oft úr tengslum atvinnulausra við annað fólk. Við það að missa atvinnuna verður einstaklingurinn af þeim daglegu samskiptum sem hann er vanur að eiga á vinnustaðnum bæði við samstarfsmenn sína og viðskiptavini. Samskipti innan fjölskyldunnar breytast, hlutverkaskipan verður önnur og hinn atvinnulausi missir ekki einungis vinnu sína heldur getur staða hans jafnframt innan fjölskyldunnar breyst. Þessar breytingar geta haft áhrif á öll samskipti innan fjölskyldunnar og þau geta orðið viðkvæm og brothætt.

Fyrir hverja?
Námskeið fyrir foreldra í atvinnuleit er fyrir einstaklinga á milli starfa sem eiga barn/börn á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri.

Hvað get ég lært?
Markmið námskeiðis fyrir foreldra í atvinnuleit er að veita atvinnulausum einstaklingum sem eiga barn á leik- og eða grunnskólaaldri verkfæri og aðferðir til að vinna að eigin leiðtogahæfileikum, vellíðan, frumkvæði og jákvæðum samskiptum sem svo nýtast við að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif á þau sem uppalendur og fyrirmyndir barna sinna.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fjóra lykilþætti:

Styrkleikamiðuð nálgun 
Foreldrar taka viðurkennt styrkleikapróf (Via strengths) og læra inná sínu helstu styrkleika og skuggahliðar styrkleikanna. Færnina færa þau síðan yfir á viðhorf og uppeldisaðferðir sinna barna þ.e.a.s. að hafa styrkleikamiðaða nálgun að leiðarljósi. Styrkleikamiðuð nálgun er mikilvæg í uppeldi og hvatning og stuðningur til nýtingar styrkleika þátttakanda mikilvægur til virkrar þátttöku og vellíðunar.

Félagsleg færni 
Foreldrar læra aðferðir sem styðja við að börnin þeirra öðlist félagslega færni og skilja af hverju hún er mikilvæg. Foreldrar fá svo verkfæri til þess að þjálfa félagsfærni sinna barna. Rannsóknir sýna að þau börn sem gengur vel i samskiptum við jafningja sína segja betur fyrir um við ýmis vandamál seinna á ævinni frekar en greind og einkunnir.

Leiðtogahæfileikar 
Foreldrar læra aðferðir við það að virkja jákvæða leiðtogahæfileika hjá sjálfum sér og börnum sínum, hvetja í þeim bjartsýni og vekja hjá þeim ástríðu fyrir verkefnum sínum.

Samskipti 
Foreldrar læra aðferðir sem nýtast við það að ýta undir jákvæð samskipti milli sín og barna sinna. Kenndar verða svo aðferðir sem hjálpa foreldrum að færa sína hæfni yfir til barna sinna á verklegan hátt.
 

Skipulag 
Námskeiðið er kennt í 6 skipti, einu sinni í viku í 2,5 klukkustundir í senn. 

Verð
88.000 kr.

Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

 

Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.

 

Næstu námskeið og skráning
Sjáðu HÉR hvenær næsta opna námskeiðið er haldið og þar getur þú einnig skráð þig.

 

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.