0

"Góður bekkjarandi" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Góður bekkjarandi

Góður bekkjarandi ríkir þar sem virðing, traust og samkennd eru ráðandi þættir í samskiptum. Þessir þættir búa innra með okkur öllum en oft er ekki tækifæri til vinna með þá og skoða með nemendum. Hlutverk foreldra er einnig mjög mikilvægt og góð samskipti þeirra á milli og við börnin er stór þáttur í líðan nemenda og styður við farsælt skólastarf.
 
KVAN bíður uppá námskeið í þremur þáttum þar sem unnið er með þessa þætti í gegnum verkefni, leiki og umræður. Námskeiðið er bæði fyrir nemendur og foreldra.
 
Fyrstu tveir tímarnir eru eingöngu með nemendum og eru 80 mínútna langir og eru haldnir á skólatíma. Þriðji tíminn er að kvöldi til og vinna þá nemendur og foreldrar saman að því að styrkja frekar þessa þætti og gera aðgerðaráætlun um hvernig þau vilja sjá málin þróast í framhaldi af þessari vinnu.
 
Mikil reynsla er af þessu námskeiði og hefur umsjónarkona þeirra Sassa Eyþórsdóttir iðjuþjálfi unnið með nemendum og foreldrum í fjöldamörg ár að bættum samskiptum og líðan nemenda. 
 
Ef þú vilt nánari upplýsingar vinsamlega ekki hika við að hafa samband í síma 519 3040 eða á netfangið sassa@kvan.is