0

"Hópefli" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Hópefli

Hópefli er kraftmikil og dýnamískt aðferð til að styrkja hópa, einstaklinga og efla samvinnu.

Það byggist á því að kynnast hópnum sem unnið er með, skapa grunn fyrir heiðarlegt samtal og vinna með æfingar og verkefni sem styðja við jákvæða þróun hópsins.

Við nýtum aðstæður, æfingar og leiki til að kynnast og greina hópa, vinna með samspil milli einstaklinga, hlutverk þeirra og ýmislegt fleira.

Markmið með hópefli eru fjölbreytt og getur það stuðlað að margvíslegum umbótum, t.d. að bæta tjáskipti, samskipti og hegðun, efla skilvirkni, bæta félagsfærni og byggja upp traust, vinna gegn neikvæðri hegðun og stuðla að hraðari og jákvæðri þróun hópa.

Árangur hópeflis getur m.a. falist í þjálfun hópa við úrlausn vandamála, skipleggja vinnu sína, tímastjórnun, markviss samskipti, auka skuldbindingu einstaklinga og hópa, takast á við og leysa úr ágreiningi, æfa ákvarðanatöku, auka gagnkvæmt traust og sjálfsöryggi, auka umburðalyndi og trú á fjölbreytileika, læra að nýta auðlindir hópsins, styrkja liðsanda og gagnkvæman stuðning.

Markmið KVAN er að veita hópum gæða hópefli sem er markvisst, hvetjandi, skemmtilegt og heiðarlegt.

KVAN leggur áherslu á aðreiningu á fjörefli og hópefli. Í fjörefli er áhersla lögð á skemmtun, gleði og að skapa jákvæðar minningar. Í hópefli er unnið markvisst með ákveðna þætti sem styrkja hópinn, efla liðsanda og samvinnu. Vinsamlegast hafið samband við Jón Halldórsson í síma 519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.