0

"Hvernig byggja leiðtogar upp sterka liðsheild ?" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Hvernig byggja leiðtogar upp sterka liðsheild ?


Frítt
- +

Ert þú í nemendaráði ?
Viltu efla leiðtogahæfileika þína ?
Viltu læra byggja upp öfluga og skemmtilega liðsheild í þínum skóla ?

Við bjóðum þér á frían fyrirlestur fimmtudaginn 13.september kl.20.00
Hábraut 1a, Kópavogi (neðri hæðin á Safnaðarheimili Kópavogskirkju)

KVAN býður nemendaráðum allra mennta og fjölbrautaskóla að koma á frían fyrirlestur um það hvernig nemendaráð geta búið til sameiginlega sýn sem eykur áhuga nemenda á því að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem nemendaráð sjá um.

 

Við förum yfir hvernig teymi geta búið til sameiginlega sýn sem eykur áhuga nemenda á því að taka þátt í allskonar starfi innan síns skóla.

 

 

Við förum yfir hvaða eiginleika einstaklingar hafa tamið sér til þess að ná árangri með sínum teymum.

 

 

Við ætlum að fara yfir aðferðir hvernig "starfsmenn" nemendaráða geta tamið sér að nýta leiðtogahæfileika sína á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og ýtt undir jákvæðan og skemmtilegan anda í sínum skóla.

 

 

Þetta er lifandi og skemmtilegur fyrirlestur þar sem allir þátttakendur taka virkan þátt.

 

Á fyrirlestrinum verða einnig dregin út 5 gjafarbréf að verðmæti 42.000 krónur sem hægt er að nýta sem greiðslu upp í námskeið hjá KVAN fyrir 16-19 ára.

 

Hlökkum mikið til að sjá þig.

 

Þjálfarinn
Jón Halldórsson 
er framkvæmdarstjóri og þjálfari hjá KVAN. Hann hefur gríðarlega reynslu í liðsuppbyggingu og hefur í mörg ár komið að uppbyggingu afreksliða í íþróttum og hjá fyrirtækjum á Íslandi. Eitt af því skemmtilegra sem Jón gerir er að starfa með ungu og kraftmiklu fólki sem hefur skýra sín og þorir að láta til sín taka.

Jón hefur í fimm ár unnið að þróun á hugbúnaðinum Circlecoach, sem er “online” hugbúnaður sem hjálpar starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að skapa sameiginlega sýn á þá grunnþætti sem skipta hvað mestu máli við að skapa öfluga og sterka liðsheild.
Fyrirtæki sem hafa nýtt sér Circlecoach eru m.a. BMW og Roche.