0

"KVAN liðsheildarnámskeið" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

KVAN liðsheildarnámskeið

Við förum yfir hvernig teymi geta búið til sameiginlega sýn sem eykur áhuga liðsmanna á því að taka þátt í öllum þeim verkefnum sem teymið þarf að taka að sér. (www.circlecoach.com)

 

Við förum yfir fimm lykilþætti sem öll teymi þurfa hafa í lagi til þess að tryggja góðan árangur/skilvirkni teymisins. (Five disfunction of a team, Patrick Lencione)

 

Við förum yfir hvaða eiginleika einstaklingar hafa tamið sér til þess að ná árangri með sínum teymum.

 

Við förum yfir viðhorfsstjórnun og hvernig starfsmenn geta tamið sér jákvætt viðhorf gagnvart breytingum.

 

Við ætlum að fara yfir aðferðir sem starfsmenn geta tamið sér til þess að nýta leiðtogahæfileika sína á jákvæðan og uppbyggjandi hátt.

 

Fyrir vinnustofuna látum við alla starfsmenn taka styrkleikapróf (www.viastrengths.com). Við vinnum svo með niðurstöður prófsins og kennum þátttakendum hvernig þau geta tamið sér að nota sína helstu styrkleika í öllum þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur.
Þátttakendur læra einnig inn á samstarfsmenn sína og átta sig á stykleikum allra í teyminu.

 

Þetta er lifandi og skemmtilegt námskeið þar sem allir þátttakendur taka virkan þátt.

 

Þjálfarinn
Jón Halldórsson
er framkvæmdarstjóri og þjálfari hjá KVAN. Hann hefur í mörg ár komið að uppbyggingu ýmissa teyma bæði í íþróttum og á fyrirtækjamarkaði. Jón hefur í fimm ár unnið að þróun á hugbúnaðinum Circlecoach, sem er “online” hugbúnaður sem hjálpar starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að skapa sameiginlega sýn á þá grunnþætti sem skipta hvað mestu máli við að skapa öfluga og sterka liðsheild. Fyrirtæki sem hafa nýtt sér Circlecoach eru m.a. BMW og Roche.