0

"jákvæð samskipti og tengslamyndun" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

jákvæð samskipti og tengslamyndun

Öll eigum við í einhverskonar samskiptum. Hvort sem þau eru að mestu góð eða slæm, er það hollt fyrir okkur að skoða hvað það er sem við erum að gera, hvar má bæta við og hverju viljum við sleppa. Góð samskipti er lykill að jákvæðum tengslum sem svo geta gert líf okkar innihaldsríkt og gleðilegt. Á þessu námskeiði KVAN lítum við á samskiptin sem við eigum í og förum yfir það hvernig við viljum hátta okkar samskiptum í átt að bættum árangri í persónulega lífi okkar, atvinnuleit og tengslamyndun.  Þú getur lært aðferðir við að halda streitu í lágmarki, fundið stuðning og hugrekki til að líða vel í því hlutverki að tala, og koma fyrir framan annað fólk.

Fyrir hverja?
Sérsniðið námskeið fyrir alla þá sem vilja kortleggja og efla samskiptahæfni sína og mannleg tengsl. Hvort sem það er fyrir einkalíf, atvinnulíf, ástarsambönd, uppeldi eða atvinnuleit.

Hvað get ég lært?
Á námskeiði KVAN um jákvæð samskipti og tengslamyndun kortleggjum við samskiptin og tengslin í okkar lífi. Við förum yfir þá þætti sem við viljum bæta og hverju við vijum sleppa. Við lítum á styrkleika okkar í þessum efnum og hvar við getum bætt okkur og förum í skýra markmiðasetningu tengda samskiptum og tengslum. Þú færð tækifæri til að fá skýra sýn á það hverjir eru að hafa áhrif á líf þitt og skoða hvað það er sem þeir aðilar gera til að hafa þau áhrif. Við förum í gegnum ólík samskiptaform, tjáningu, hlustun og mun fleiri þætti sem geta haft jákvæð á líf þitt sem einstakling og þín mannlegu tengsl.Við ætlum að læra nokkrar aðferðir við markmiðasetningu,

Skipulag 
Námskeiðið er kennt í 2 skipti, 2,5 klukkustundir í senn. 

Verð
39.000 kr.

Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

 

Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.

 

Næstu námskeið og skráning
Sjáðu HÉR hvenær næsta opna námskeiðið er haldið og þar getur þú einnig skráð þig.

 

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.