0

"KVAN fyrir 10-12 ára" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

KVAN fyrir 10-12 ára

Skemmtilegt, vandað og uppbyggjandi námskeið fyrir ungt fólk í  í 5.-7. bekk í grunnskóla sem hafa áhuga á því að efla sig í námi, íþróttum, tónlist eða almennt í lífinu.
Námskeiðið er sérhannað og skipulagt af KVAN en starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins hafa mikla menntun og áralanga reynslu í námskeiðahaldi fyrir ungt fólk til að ýta undir meira sjálfstraust, bætta sjálfsmynd, leiðtogahæfileika og betri líðan ungmenna.

Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að hafa góða samskipta-, félags- og vináttufærni en þessir þættir skipta sköpum þegar kemur að líðan og heilsu barna. Að lenda í vandræðum í jafningjasamskiptum getur haft í för með sér víðtækar og langvarandi neikvæðar afleiðingar. Því er mikilvægt fyrir öll börn að fá fræðslu og þjálfun í þessum færniþáttum. Leiðtogafærni er einnig mjög mikilvæg og getur hjálpað börnum að vegna vel í lífinu.
 

Markmið námkseiðsins eru m.a.:

* Auka sjálfstraust

* Efla samskiptahæfni

* Markmiðasetning

* Að læra inn á sína styrkleika og setja sjálfan sig í fókus

* Finna jafnvægi á milli almennra samskipta og leikja á móti tölvunotkun

* Að læra að taka hrósi og upplifa sig mikilvægan

Námskeiðið stendur yfir í 10 vikur og er kennt einu sinni í viku 2,5 klst í senn fyrstu átta vikurnar.
Eftirfylgni tími er svo tveim vikum eftir sjö fyrstu skiptin.