0

"KVAN fyrir 16-19 ára, hefst 3. júní" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

KVAN fyrir 16-19 ára, hefst 3. júní


88.000kr
- +

Hefst 3. júní.
Kennt tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum klukkan 18-21

Skemmtilegt og mjög vandað námskeið fyrir ungt fólk á aldrinum 16-19 ára í menntaskóla eða á leið i menntaskóla sem hafa áhuga á því að efla sig í námi, íþróttum, tónlist eða almennt í lífinu.

Markmið: 
Við kennum hvernig hægt er að byggja upp sterkara sjálfstraust.
Við kennum aðferðir við að efla samskipti við vini og samferðamenn.
Við kennum ungu fólki að auka hugrekki sitt til að þora t.d. að standa á sínum skoðunum.
Við kennum árangursríka markmiðasetningu.
Við kennum hvernig einstaklingar geta lært betur á styrkleika sína og nýtt þá í námi, starfi, íþróttum og fleiri stöðum.
Við kennum tjáningu og aðferðir sem gera fólki auðveldara með að standa upp og tala fyrir framan annað fólk.

Þetta og margt annað sem þú lærir á KVAN námskeiðum.

Áskoranir:
Ungt fólk í dag er að takast á við heilmikinn hraða og kröfur og vilja standa sig vel á öllum sviðum. Sumir takast á við vinaleysi, lítið sjálfstraust, feimni, höfnun og önnur félagsleg vandamál. Aðrir hafa ekki nægilega trú á sjálfum sér og eiga erfitt með að setja sér mörk. Kvíði er að aukast, samanburður er gífurlegur á samfélagsmiðlunum og fullkomnunaráráttan í hámarki.

Forsendur:
Til þess að geta tekist á við daglegt líf er mjög mikilvægt að geta sett sér mörk og vita hvar mörkin liggja. Hvar eru mörkin t.d. þegar kemur að tölvunotkun, samfélagsmiðlum, vináttu, virðingu fyrir eigin líkama og fullkomnunaráráttu? Nauðsynlegt er að vera meðvituð um eigin heilsu og lifa lífinu með ákveðnu jafnvægi til þess að geta haldið öllum mikilvægu boltunum á lofti. Einnig er nauðsynlegt að hafa umburðarlyndi fyrir sjálfum sér og öðrum. Til þess að ná árangri þarf að hitta hópinn yfir langan tíma og vinna markvisst starf með aðferðinni „learning by doing“ til að starfið skili sér.

Skipulag: 
Námskeiðið samanstendur af 8 skiptum, rúmar þrjár klukkustundir í senn. Kennt er tvisvar sinnum í viku, á mánudögum. og miðvikudögum klukkan 18:00-21:00
Kennsludagar: 3., 8., 10., 15., 22., 24. og 29. júní og 1. júlí

Hagnýt verkfæri: Þátttakendur fá handbók, bækling og fleiri verkfæri til að nota við áframhaldandi vinnu.

Ávinningur: Að loknu námskeiði geta þátttakendur komið auga á sína eigin kosti. Með því að styrkja sjálfstraustið eru þau meðvituð um eigin heilsu og hafa nú verkfæri til þess að láta ekki kvíða eða streitu ná tökum á sér. Þau kunna leiðir til að sjá lausnir en ekki vandamál og setja sér mörk. Eru meðvituð um samfélagslega ábyrgð og umhverfið, hvernig á að vinna í hópum og vera besta útgáfan af sjálfum sér.