0

"KVAN fyrirtækjanámskeið" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

KVAN fyrirtækjanámskeið

 

Á námskeiðinu KVAN fyrir fyrirtæki er lögð mikil áhersla á að hver og einn þátttakandi fái persónulega þjálfun sem að nýtist honum/henni í starfi og einkalífi.

 

Við hjálpum starfsfólki að finna eldmóðinn til þess að taka næstu skref í sínu starfi og hjálpum þeim að finna leiðir til þess að auka árangur í þeim þáttum sem gerðar eru kröfur til þeirra í starfi. Við leggjum mikið upp úr markmiðasetningu og veitum þátttakendum mikið aðhald í að setja sér markmið og fylgja þeim skilmerkilega eftir. Verkefni námskeiðsins eru tengd áskorunum þess fyrirtækis sem sendir starfsfólk á námskeiðið.

 

Við þjálfum starfsfólk í að setja sér skýra sýn á þau markmið og kröfur sem að fyrirtækið gerir til þeirra.
Við notum viðurkenndar aðferðir við að þjálfa starfsmenn í að nýta styrkleika sína til að ná árangri, og á sama tíma að læra inná skuggahliðar styrkleikanna sem geta haft neikvæð áhrif á samskipti og frammistöðu starfsmanna.

Við kennum samskipti sem leiða til jákvæðs starfsanda og öflugrar vinnustaðamenningar.

Við þjálfum upp sjálfstraust og hugrekki starfsmanna til að takast á við þær áskoranir sem koma upp í þeirra starfi.

Við þjálfum starfsmenn í að koma auga á styrkleika sína og samstarfsmanna sinna.

Við þjálfum starfsmenn í að hrósa samstarfsfólki sínu.
Við þjálfum starfsmenn í tjáningu og kennum þeim aðferðir sem auka á sjálfstraust þeirra til að koma vel og skilmerkilega fram fyrir fyrirtæki sitt.

 

Við notumst m.a. við online markmiðakerfið Circlecoach til að hjálpa starfsfólki að fá skýra sýn á sín helstu markmið og réttu leiðina að þeim.

 

Með þjálfun í ofantöldum þáttum, mun sjálfstraust starfsmanna aukast og þau öðlast aukna hæfni í að nýta leiðtogahæfni sína á jákvæðan hátt í sínu starfsumhverfi, jafnt við samstarfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins.

 

Námskeiðið nýtist starfsmönnum á öllum stigum innan fyrirtækisins.

 

 

Skipulag:

Námskeiðið er í 6 skipti, 3 klst. í senn, einu sinni í viku í sex vikur.

 

Þjálfarar námskeiðsins:

Þjálfarar á námskeiðinu KVAN fyrir fyrirtæki eru þau Anna Guðrún Steinsen og Jón Halldórsson. Bæði hafa þau yfirgripsmikla reynslu í þjálfun stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja og hafa þjálfað hundruði starfsmanna bæði hérlendis og erlendis.

 

 

Vinsamlegast hafið samband við Jón Halldórsson í síma 519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is til þess að fá nánari upplýsingar.