0

"Almennt um námsferðir KVAN" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Almennt um námsferðir KVAN

KVAN býður nú kennurum og öðru fagfólki uppá skemmtilegar og fræðandi endurmenntunarferðir erlendis.

 


Markmið

Námskeið KVAN erlendis miða að því að gefa fagfólki á Íslandi innsýn og þekkingu á menntamálum í öðrum löndum. Við viljum efla fagfólk í starfi, kynna nýjar hugmyndir, stefnur og starfshætti á sviði menntamála. Markmið okkar er að efla samkennd og samvinnu fagfólks og stuða að sameiginlegri sýn þeirra.

 

Fyrir hverja?

Fagfólk sem starfar með börnum og ungu fólki í skóla- og frístundastarfi.  

 

Hvað er gert?

Í samvinnu við þátttakendur þróum við námskeiðin þannig þau mæti væntingum þeirra og þörfum. Möguleiki er á að fara í heimsóknir í skóla á mismunandi aldursstigum, hlusta á erlenda fyrirlesara, vinna markvisst með hópefli og liðsheildarþjálfun fyrir starfshópinn, tjáning og sjálfstyrking, markmiðasetning og leiðtogaþjálfun. 


Ekkert mál að sameina skemmtilega endurmenntunarferð og njóta einnig frítíma, skoða sig um og verlsa í sömu ferðinni.

 

Hvert er farið?

Við bjóðum uppá sérsniðnar ferðir til m.a Englands, Skotlands, Þýskalands, Kanada.
Á öllum þessum stöðum erum við í sterkum tengslum við fagfólk í menntamálum.

 

Leiðbeinendur:

Í námsferðum  KVAN leitumst við eftir að fá til liðs við okkur sérfræðinga í menntamálum frá því landi sem heimsótt er ásamt leiðbeinendum og fararstjórum frá KVAN. 
Anna Steinsen og Jón Halldórsson hafa áralanga reynslu í fararstjórn erlendis og nýta reynslu sína í að gera ferðirnar þannig að allt skipulag gangi eftir. 

 

Undirbúningur / skipulag:

KVAN sér um allan undirbúning fyrir ferðina með því að hitta leiðtoga þess hóps sem er að fara í ferðina, þarfagreina og búa til skipulag í kringum óskir viðskiptavina.

Greitt er eitt fast verð fyrir hvern aðila og allt er innifalið,flug, gisting, akstur til og frá flugvelli, námskeið og námskeiðsgögn. 

 


Jón Halldórsson frkvst KVAN veitir allar upplýsingar um  námsferðir erlendis með KVAN  jon@kvan.is eða í síma 519 3040