0

"Kynningartækni KVAN" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Kynningartækni KVAN

KVAN býður uppá námskeið í kynningartækni fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja í því að koma verkefnum, hugmyndum og stefnu fyrirtækisins á framfæri á áhrifaríkan, hvetjandi,skemmtilegan og faglegan hátt.

 

Við leggjum mikla áherslu á að allir þátttakendur fái þjálfun út frá sínum styrkleikum og að þeir nái að efla kynningartækni sína á sama tíma og þeir geti alfarið haldið í sinn persónulega frásagnarstíl í sínum kynningum.

 

Við kennum uppbyggingu áhrifaríkra kynninga og förum yfir hvernig og hvenær myndefni / powerpoint á við í kynningum.

 

Umfram allt leggjum við þó mikla áherslu á að hjálpa einstaklingum að minnka streitu og styðja þá í að líða vel í því hlutverki að tala fyrir framan fólk.

 

Tímalengd

Námskeiðið er í heilan dag frá kl.8.30 - 16.30

 

Verð

45.000 krónur per einstakling

 

Þjálfarar
Þjálfarar á þessu námskeiði eru Anna Guðrún Steinsen og Jón Halldórsson.
Bæði hafa yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í þjálfun á kynningartækni. Hafa þjálfað hundruði einstaklinga frá fyrirtækjum bæði hér á Íslandi og erlendis.

 

 

Vinsamlega hafðu samband við Jón Halldórsson í síma 519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is ef þú hefur áhuga á þessu námskeiði fyrir þig eða þitt fyrirtæki.