0

"Markþjálfun "online"" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Markþjálfun "online"

Kvan býður uppá markþjálfun fyrir einstaklinga, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. 

Hægt er að fá markþjálfun "online" eða með því að hitta markþjálfann.

Markþjálfun er fyrir þá sem vija ná auknum árangri jafnt í starfi og einkalífi. Aðferðarfræði markþjálfunar hefur hjálpað þúsundum einstaklinga við að taka næsta skref, efla sjálfa sig og auka skilvirkni.

Markþjálfun er virkur viðtalssamningur sem hefur afmarkaðan tilgang og útkomuvæntingar. Markþjálfar beita ýmsum viðtalsverkfærum við að vinna að þeim tilgangi og uppfylla útkomuvæntingarnar eða að taka fram úr þeim. Það að fara í markþjálfun sem inniheldur regluleg viðtöl getur kallað á mikla innri vinnu og endurröðun viðhorfs, gilda og hegðunar samkvæmt þeim væntingum og tilgangi sem samið er um í upphafi. Í grunninn er markþjálfun fyrir heilbrigt fólk sem vill ná auknum árangri og vera skilvirkara í því sem það er að vinna við eða vill taka sér fyrir hendur. Markþjálfun er stuðningur við persónulegar umbreytingar með speglun og áskorunum.
 

Jón Halldórsson og Anna Steinsen eru markþjálfar KVAN.
Ef þú vilt komast að hjá þeim vinsamlega hafðu þá samband: 
jon@kvan.is eða anna@kvan.is