0

"Náðu stjórn á skjánotkun (áhersla á samfélagsmiðla)." hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Náðu stjórn á skjánotkun (áhersla á samfélagsmiðla).

Skemmtilegt og uppbyggilegt námskeið sem aðstoðar börn við að ná stjórn á skjánotkun sinni. Á þeim tíma sem sjálfsmyndin er að mótast geta börn og unglingar verið viðkæm fyrir áhrifum samfélagsmiðla því þau eru að bera sig saman við aðra. Notkun rafrænna samskiptamiðla hafa gjörbylt því hvernig börn og unglingar hafa samskipti við hvort annað. Sum börn eru ofur uppteknin af því að vera í símanum og líta varla upp. Þau taka þátt í lífinu í gegnum samfélagsmiðlana og þurfa hjálp við að setja mörk. Áhrifavaldar á samskiptamiðlum geta haft gífurlega mikil áhrif á það hvernig við upplifum okkur og okkar líf. Hverju við eigum að klæðast, hvernig við eigum að líta út, segja, gera o.s.frv. Like-in geta keyrt upp sjálfstraustið og rifið það niður á svipstundu. Samfélagsmiðlaheimurinn getur verið harður heimur og haft mikil áhrif á sjálfsmynd barna og unglinga.

Fyrir hverja
Námskeiðið er fyrir alla krakka í 5., 6. og 7. bekk sem hafa þörf fyrir aukið sjálfstraust, meiri sjálfsstjórn og innri hvata til að takast á við skjánotkun og samfélagsmiðlana. Geta greint muninn á því hvað er eðlilegt og hvað ekki, hvað er glansmynd og hverju er vert að taka mark á. TikTok, Snapchat, Instagram og allir þessir miðlar eru að senda börnunum okkar allskonar skilaboð á degi hverjum og þau þurfa hjálp við að vinna úr öllum þessum skilaboðum. Miðlarnir eru komnir til með að vera og námskeiðið snýst um að hjálpa þeim að takast á við þá með góðum hætti.  

Hvað get ég lært
Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að vera meðvitaðri um eigin skjánotkun og þekkja leiðir til að stjórna henni sjálfir. Notaðar verða aðferðir tómstundamenntunar, sem gengur út á að kenna jákvæða og uppbyggilega notkun á frítíma. Við kennum árangursríkar aðferðir í tímastjórnun, kennum þátttakendum að þekkja muninn á innri og ytri hvata (e. motivation) og veitum þátttakendum verkfæri til að velja sjálfir þegar kemur að skjánotkun. Í gegnum útiveru, samvinnuleiki, umræður og verkefni geta þátttakendur öðlast meira sjálfstraust, félagsfærni og sjálfsstjórn, ásamt því að fá verkfæri til þess að takast á við samfélagsmiðlanotkunina. Á námskeiðinu förum við í gegnum mikilvægi þess að geta gert mistök, hvernig við tökumst á við kvíða, hvernig við byggjum upp jákvæð samskipti og tökumst á við dómhörku og baktal. Við eflum sjálfsmyndina með fræðslu, virkri þátttöku og hvatningu sem meðal annars stuðlar að sjálfstæði og þrautseigju.

Skipulag
Námskeiðið hefst 7. október og er kennt í 8 skipti, 2,5 klst. í senn, einu sinni í viku. Þátttakendur fá verkefnabók til að nota á námskeiðinu og við áframhaldandi vinnu. Námskeiðið fer fram í sal okkar að Hábraut 1a, 200 Kópavogi, ásamt tveimur ferðum þar sem hópurinn gerir skemmtilega hluti saman.

Verð
88.000 kr.

Styrkir
Hægt er að nýta frístunda- og hvatastyrki sveitarfélaga upp í námskeiðsgjöld. Fyrir aðstoð við ráðstöfun þeirra styrkja þá endilega hafið samband við okkur í gegnum netfangið kvan@kvan.is

Næstu námskeið og skráning:
Sjáðu HÉR hvenær næsta námskeiðið er haldið.

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.