0

"Náms- og starfsráðgjöf KVAN" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Náms- og starfsráðgjöf KVAN

Náms- og starfsúrval er fjölbreytt og líta sumir jákvæðum augum á það á meðan aðrir hræðast það og upplifa valmöguleikana yfirþyrmandi.


Ákvarðanataka er stór hluti af daglegu lífi hvers og eins. Þetta geta verið ákvarðanir sem varða draumastarfið, nám, val á skóla eða ef þú ert að velta því fyrir þér hvaða leið þú vilt fara á ákveðnum tímamótum í þínu lífi. Þessar ákvarðanir geta reynst fólki mis auðveldar. 
 

KVAN býður því upp á náms- og starfsráðgjöf sem auðveldar einstaklingum að skapa skýra sýn á hver næstu skref skulu vera í lífinu.

Katrín Vignisdóttir er náms- og starfsráðgjafi KVAN. Katrín er með B.A. gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og er með meistaragráðu í náms- og starfsráðgjöf frá Háskóla Íslands. Katrín notar rafræna íslenska áhugasviðskönnun sem heitir Bendill. Bendill hefur það markmið að aðstoða einstaklinginn við að koma skipulagi á áhugasvið hans og auka sjálfsþekkingu. Niðurstöðurnar birtast á myndrænan hátt og þær hvetja einstaklinginn í að fara af stað í markvissa og skilvirka leit að starfi eða námi.

Dæmi um fyrir hverja náms- og starfsráðgjöf KVAN getur nýst.

Fyrir ungt fólk sem er að klára 10.bekk og eru óvisst með hvað þeim langar að læra eða í hvaða skóla þau vilja fara.

Fyrir ungt fólk sem er að klára framhaldsskóla og vill skapa sér skýra sýn hvað varðar næstu skref.

Fyrir fullorðna sem eru t.d. að velta fyrir sér við hvað þau vilja starfa og hvar í raun áhugasvið þeirra liggur.
 

Áhugasviðskönnunin Bendill er tekin rafrænt og henni er svo fylgt eftir með klukkutíma viðtali við náms- og starfsráðgjafa þar sem niðurstöðurnar eru skoðaðar og ýmsum möguleikum velt upp.
Viðtalið fer fram á skrifstofu KVAN eða rafrænt fyrir þá sem það kjósa.

Náms- og starfsráðgjöf KVAN nýtist fólki á öllum aldri og er hvert viðtal sérsniðið að þeim verkefnum sem viðkomandi er að glíma við.

Verð 22.000 krónur

Ef þú hefur áhuga á að koma í náms- og starfsráðgjöf hjá KVAN vinsamlega settu í þig í samband við Katrínu Vignisdóttur á netfangið katrin@kvan.is