0

"Námskeið í kynningartækni, 9.október" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Námskeið í kynningartækni, 9.október


49.000kr
- +

Föstudaginn 9. október kl. 8.30-16.00.
KVAN býður uppá mjög öflugt námskeið í kynningartækni fyrir stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja. 

Við þjálfum einstaklinga í að kynna verkefni, hugmyndir og stefnu fyrirtækja á áhrifaríkan, hvetjandi,skemmtilegan og faglegan hátt. 

Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur fái sérsniðna þjálfun út frá sínum styrkleikum og að þeir efli kynningartækni sína, sett málefni fram á skipulagðan og áhrifaríkan hátt.

Við kennum nokkrar tegundir af áhrifaríkum kynningum. 
Við kennum hvernig og hvenær myndefni/powerpoint á við í kynningum og hvernig hægt er að nýta það til að auka áhrifamátt kynninga.

Við leggjum mikla áherslu á að hjálpa einstaklingum að minnka streitu, styðja þá og veita þeim hugrekki í að líða vel í því hlutverki að tala fyrir framan fólk.

Námskeiðið nýtist stjórnendum, sölufólki og í raun öllum þeim sem þurfa koma fram fyrir hönd síns fyrirtækis á áhrifaríkan og vandaðan hátt.

Tímalengd
Námskeiðið er í heilan dag frá kl. 8:30 - 16:00

Reynslumiklir þjálfarar
Þjálfarar á þessu námskeiði eru Anna Guðrún Steinsen og Jón Halldórsson.
Bæði hafa yfirgripsmikla þekkingu og mjög mikla reynslu í þjálfun á kynningartækni.
Þau hafa þjálfað hundruði stjórnenda og starfsmanna fyrirtækja bæði á Íslandi og erlendis.

Skráning fer fram hér að ofan. Ef þig vantar nánari upplýsingar vinsamlega hafðu þá samband í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is