0

"Hvernig sköpum við sterka liðsheild" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Hvernig sköpum við sterka liðsheild

Öll höfum við tekið þátt í hópum sem drifnir eru áfram af ákveðinni menningu sem skapast hefur innan þessa ákveðna hóps. Hvað er það sem skapar ákveðna menningu innan hóps ? Hvernig getum við fundið út hverjir eru leiðtogarnir í hópnum ? Eru leiðtogarnir jákvæðir eða neikvæðir ? Hvernig getum við sett markmið hópsins fram á þann hátt að allir séu tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ná árangri ?

Við skoðum nokkur raundæmi um hópa sem hafa náð miklum árangri og veltum fyrir okkur hverjir lykilþættirnir eru í þessu hópum. Þetta er kraftmikill og skemmtilegur fyrirlestur.

Fyrirlesturinn tekur 60 mínútur.

Ef þú hefur áhuga á að fá fyrirlestur frá KVAN hafðu þá samband við okkur í síma         519 3040 eða á netfangið jon@kvan.is