0

"Tjáning og framkoma" hefur verið sett í körfuna þína.

Skoða körfu

Tjáning og framkoma

Sérsniðið námskeið þar sem farið er yfir óskrifaðar reglur tjáningar og framkomu. Námskeiðið nýtist einstaklingum í hvaða aðstæðum sem er þar sem tjáning og framkoma af einhverju tagi er hluti af hversdagslegu lífi flestra. Við leggjum mikla áherslu á að þátttakendur fái sérsniðna þjálfun út frá sínum styrkleikum og að framkoma þeirra og tjáning verði þeim þeim til framdráttar í þeim verkefnum sem tekið er sér fyrir hendur.

Fyrir hverja?
Námskeið í tjáningu og framkomu er fyrir alla þá sem vilja öðlast færni og sjálfstraust við að koma fram og tjá sig á sem faglegastan, áhrifaríkasta og mest aðlaðandi máta. Námskeiðið nýtist öllum þeim sem þurfa að koma fram eða kynna verkefni, hugmyndir eða sjálfan sig í margskonar aðstæðum.

Hvað get ég lært?
Á námskeiðinu í tjáningu og framkomu munu þátttakendur fá innsýn í mismunandi stíla tjáningar og framkomu. Skoðaðar verða hinar ýmsu týpur og þátttakendur fá tækifæri til að koma auga á, greina og vinna í eigin framkomu og tjáningu. Farið verður yfir töfra líkamstöðunnar, raddar og orða og þátttakendur fá tækifæri til að æfa sig í þeim aðstæðum sem það telur mesta þörf á að nýta tæknina. Færni í tjáningu og framkomu kemur öllum vel, hvort sem um er að ræða í daglegu lífi í kringum fjölskyldu og nákomna, á vinnustöðum, í námi, í hópum eða atvinnuleit.

Skipulag 
Námskeiðið er kennt í 2 skipti, 2,5 klukkustundir í senn. 

Verð
39.000 kr.

Styrkir
Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt innan þíns stéttarfélags.

 

Vinnumálastofnun veitir atvinnuleitendum styrk fyrir 75% af námskeiðsgjaldinu.

 

Næstu námskeið og skráning
Sjáðu HÉR hvenær næsta opna námskeiðið er haldið og þar getur þú einnig skráð þig.

 

Við bjóðum fyrirtækjum og stofnunum að halda sér námskeið fyrir hvern og einn vinnustað þar sem efnistök eru sniðin utan um áskoranir þess hóps sem sækir námskeiðið.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur hjá KVAN í síma 519 3040 eða á netfangið kvan@kvan.is til þess að fá nánari uppslýsingar.